Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 195
— 193
1963
Á slysavarðstofunni var stungið á hægra hné og tæmt út 70 cc af blóði.
Síðan voru lagðar umbúðir um hnéð.
Nefbrotið var lítillega gengið úr skorðmn, en þar eð maðurinn hafði áður
brotnað á nefi og það gróið skakkt, að sjálfs hans sögn, var erfitt að dæma um
stöðu brotsins. Reynt var að rétta nefið og síðan lagðar umbúðir. Að lokinni
rannsókn og aðgerð fór maðurinn heim og var ráðlagt að koma til eftirlits
að 3 dögum liðnum. Svo varð þó ekki, því að hann kom fyrst til eftirlits á
slysavarðstofunni 5. maí. Hann kvaðst hafa haft stöðugan höfuðverk og
hita og ekki hafa treyst sér til að koma til eftirlits. Hr. hálslæknir, ... (A),
Átjaði hans og vildi taka hann á spítala og gera að nefbrotinu að nýju, en
ííiaðurinn treysti sér ekki til neinna aðgerða.
Skoðrm. — Umbúðir hafa verið teknar af nefi, sem er greinilega skakkt,
en er nú óarnnt viðkomu og sennilega gróið. Enn allmikil eymsh á hægra
haé, og þar er finnanlegur vökvi.
Manninum var ráðlagt að æfa hreyfingar í hnénu og þjálfa lærvöðvann.
Kvartaði um mikla suðu fyrir eyrum og því visað til eymalæknis. Eins og
áður getur, var maðurinn nýkominn frá aðgerð erlendis og átti að fara aftur
hl framhaldsaðgerðar á þessu ári.
Vegna þessa meiðslis og þeirra afleiðinga, sem áverkamir geta haft á
fyvri aðgerðina, hefur honum verið ráðlagt að vinda bráðan bug að þvi að
fera utan á ný.“
3. Vottorð fyrr nefnds dr. Ian M. Seex, dags. 18. maí 1959, í þýðingu
Hdmars Foss, löggilts skjalaþýðanda og dómtúlks, svo hljóðandi:
„Sjúklingur þessi kom hingað 13. maí 1959. Hinn 22. apríl 1959 var
sparkað hægra megin í andlit hans, meðan hann var að reyna að hemja
ölvaða manneskju. Hann var meðvitundarlaus skamma hríð, milli 5 og 10
Baínútur, eftir slys þetta, og þegar hann kom til meðvitundar, kastaði hann
ofsalega upp. Auk þess fékk hann alvarlegar blóðnasir, sem stöðvaðar vom
öieð tróði. Harrn fékk suðu fyrir bæði eym, sem hann líkti við „símahring-
^gu", og hélzt hún í nokkra daga eftir slysið, en hefur algjörlega horfið.
Hann hafði einnig blæðingu í báðrnn augntóftum (glóðaraugu), en meira
aberandi hægra megin og nokkra bólgu yfir hægra kinnbeini. •
Við skoðun kemur í ljós, að nefið er allt skælt til vinstri, dældað brot er
i framvegg efri kjálka hægra megin (kinnbeinsholu). Hann er tannlaus
i efri góm, og þær tennur, sem eftir eru í neðri góm, em lélegar. Kirtlar
hans em óskaðlegir, og ekkert er óeðlilegt í nefkoki (holrúmi fyrir ofan
nef). Hljóðhimnur hans em eðlilegar. Audiogram heymarmæling sýnir, að
hann er heymarsljór á báðum eyrum vegna taugatmflana gagnvart hærri
tíðni eða að meðaltali 25 decibel heymartap á hægra eyra og 20 decibel
heymartap á vinstra eyra. Röntgenmynd af sinusum sýndi nokkur ský á
hægri framsinus og h. ethmoidalis.
Að aflokinni venjulegri hjartarannsókn, athugun á lungum, nýraastarf-
semi o. fl., framkvæmdi ég hinn 15. þ. m. skurðaðgerð til að lagfæra ytra
nefið með sérstakri (hypotensive) svæfingu. Skorið var gegnum húðina
25