Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 123
— 121 —
1963
Fangaspítalar (prison or police hospitals).
Holdsveikrahæli (Leprosaria).
Aðrar (Others).
Skýrgreiningwr.
Sjúkrahús: Stofnun með a. m. k. einum föstum lækni, þar sem sjúk-
lingar búa og fá læknishjálp og hjúkrun.
Sjúkrarúm: Rúm, sem rekið er reglulega með föstu starfsliði til að
veita innisjúklingum (in-patients) óslitna umönnun, einum á fætur öðr-
nm, staðsett á þeim deildum eða í þeim hlutum sjúkrahúss, þar sem
innisjúklingar njóta stöðugrar læknishjálpar. Vöggur handa nýfædd-
nm, heilbrigðum börnum teljast ekki rúm.
Almenn sjúkrahús: Sjúkrahús, sem veita læknishjálp og hjúkrun
sjúklingum með fleiri en eina tegund sjúkdóma (handlækningar, lyf-
kekningar, kvensjúkdómalækningar o. s. frv.).
Sérsjúkrahús: Sjúkrahús, sem veita aðallega læknishjálp og hjúkr-
un sjúklingum með eina tegund sjúkdóma (þjónustu í einni sérgrein).
Smásjúkrahús (skýli eða sveitasjúkrahús): Lítil sjúkrahús, venjulega
í sveit, sem vegna skorts á búnaði og sérhæfðu starfsliði veita tak-
markaðri læknishjálp og hjúkrun en almenn sjúkrahús eða sérsjúkra-
hús.
Lækningastöðvar með rúmum: Litlar stofnanir, þar sem læknir
vinnur ekki stöðugt (heldur hjúkrunarkona, ljósmóðir o. s. frv.), en
innisjúklingum er veitt minni háttar læknishjálp og hjúkrun.
Rvík. 1 byrjun september voru fyrstu sjúklingarnir fluttir inn í tengi-
úlmu Landspítalans á 4. hæð, og hafði handlækningadeild spítalans
fengið þar til umráða 25 ný rúm um áramótin. 1 byrjun ársins hafði
mest öll nýbygging Landakotsspítala verið tekin í notkun, tvær nýjar
skurðstofur þó ekki fyrr en um miðjan marz. Gamli spítalinn var þó
notaður fram eftir árinu vegna breytinga og viðhalds á eldri hluta hins
nýja spítala. Byrjað var að rífa gamla spítalann um haustið.
Akranes. Mikil þrengsli eru alltaf í sjúkrahúsinu og margir sjúkling-
ar á biðlista. Er nú að hefjast stækkun sú, sem undirbúin hefur verið
á sjúkrahúsinu.
Stykkishólms. Ráðin við sjúkrahúsið stúlka til rannsóknarstarfa.
Hafði hún hlotið þjálfun á rannsóknarstofu Landspítalans í Reykjavík.
Akureyrar. Hafin bygging hjúkrunarkvennabústaðar á lóð sjúkra-
hússins og ráðgert, að bygging þessi verði tilbúin á næsta ári.
Seyðisfj. Byrjað á stækkun sjúkrahússins.
16