Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 137
— 135 —
1963
Plasti eða tré. Vélvæðing verkstæðanna var aukin verulega á árinu, sér-
lega í plastiðjunni, bæði vélar til plaststeypu og til framleiðslu á plast-
rörum af gildari tegundum en áður hafa verið gerðar. 1 febrúar tók til
starfa Æfingadeild á Reykjalundi, og er hún til húsa í kjallara aðal-
hússins, þar sem áður var járnsmíðaverkstæði. Þjónusta sú, sem þarna
er veitt, er ýmiss konar sjúkraþjálfun fyrir lamaða, gigtsjúka, slasaða og
aðra, sem slíkrar meðhöndlunar þarfnast. Deildin er vel búin tækjum,
°g aðstaða til starfa er þar öll hin bezta. Forstöðu deildarinnar hefur
Haukur Þórðarson, læknir, með höndum. Á árinu var hafin bygging
Þri&g'ja nýrra vistmannahúsa af sömu gerð og þau, sem áður hafa verið
reist á staðnum. Hvert þeirra rúmar 4 vistmenn. Jafnframt hefur
verið haldið áfram með byggingu, sem sambyggð er vinnuskálunum og
skrifstofuhúsi. Bygging þessi er 1500 fermetrar að flatarmáli, einlyft
°g er ætluð til margvíslegra nota, svo sem vinnustofur og geymslur fyrir
unninn og óunninn varning.
K. Hjúkrunar- og líknarfélög.
AA-samtökin. Áfengisvarnarfélag.
Barnavinafélagið Sumargjöf. Gefur út rit á sumardaginn fyrsta.
Starfrækir 12 dagheimili og leikskóla, svo og fóstruskóla.
Bláa bandiö. Starfrækir vistheimili fyrir ofdrykkjusjúklinga að Víði-
nesi á Kjalarnesi.
Blindrafélagið. Starfrækir blindraheimili og vinnustofu að Hamra-
hlíð 19.
Blindravinafélag íslands. Starfrækir vinnustofu að Ingólfsstræti 16
°g blindraheimili og blindraskóla að Bjarkargötu 8.
Bélagið Heyrnarhjálp. Veitir hjálp börnum og fullorðnum með heyrn-
argalla.
Geðverndarfélag íslands. Vinnur að geðverndarmálum.
Hjálpræðisherinn. Tekur börn til ókeypis sumardvalar í Elliðakots-
landi.
Krabbameinsfélag Islands. Landssamband með deildum úti um land.
Gefur út tímaritið Fréttabréf um heilbrigðismál. Starfrækir leitar-
stöð og vinnur að krabbameinsrannsóknum.
Mæðrastyrksnefnd. Starfrækir sumarheimilið Hlaðgerðarkot í Mos-
ellssveit fyrir mæður og börn úr Reykjavík.
Náttúrulækningafélag Islands. Landssamband með deildum úti um
and- Gefur út tímaritið Heilsuvernd. Starfrækir heilsuhæli í Hvera-
g"erði, aðallega fyrir gigtveikt fólk.
, Bauði kross Islands. Landssamband með deildum úti um land. Gefur
nt tímaritið Heilbrigt líf. Starfrækir sumardvalarheimili fyrir börn að
hungapolli og að Laugarási í Biskupstungum.
Samband íslenzkra berklasjúklinga. Gefur út ársritið Reykjalund.
btarfrækir vinnustofur í Múlalundi við Ármúla 16 fyrir fyrrverandi