Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 185
— 183 —
1963
ðxlumim, og var mjög erfitt að koma þeim í eðlilega hreyfmgu á eftir. 1
síðustu aðgerð var vísifingur tekinn rétt ofan við mitt miðhandarbein.
Vefjarannsókn á húðinni og handarbakinu sýndi breytingar, sem sér-
kennandi eru fyrir húð, sem orðið hefir fyrir verkunum af röntgengeislum.
Ástand er nú þannig, hvað höndina snertir, að húð hefir verið flutt á
mikinn hluta handarbaksins, og er hún eðlileg útlits, en tilfinning er dauf.
Vísifingiu- vantar alveg ásamt miðhandarbeini hans. Stirðleiki er nokkur í
þumalfingursliðum, og breytingar sjást á húðinni ofan á þumalfingri og
ulnart á handarbakinu sjálfu. Þessar breytingar geta staðið í stað, en þær
geta líka haldið áfram og valdið óþægindum og jafnvel sármyndunum í
framtíðinni.“
Síðan síðasta aðgerð var gerð 1960, hefir ekki komið sár á höndina.
Maðurinn kom til viðtals hjá undirrituðum 4. október 1963. Hann skýrir
frá sjúkleika sínum eins og lýst hefir verið hér að framan, en leggur auk
þess fram vélritaða skýrslu, er hann hefir tekið saman um sjúkdómssögu
sma. Hann kveðst hafa hætt verkstæðisvinnu í febrúar 1958, var síðan á
s]úkrahúsum á árinu 1958, eins og fyrr segir, en byrjaði síðan vinnu í októ-
ker á skrifstofu . . . og vann þar til haustsins 1962. Kveðst nú vinna við
innheimtustörf.
Fyrir utan þann sjúkdóm, er um ræðir hér að framan, þá kveðst hann
yfirleitt hafa verið hraustur fram til ársins 1962, að hann fékk magasár og
lá á sjúkrahúsi af þeim sökum.
Aðalkvartanir mannsins nú eru stirðleiki í hægri hendi og kraftleysi og
kvartar um titring, ef hann ætlar að gera eitthvað. Hefir auk þess haft verki
°g stirðleika í handleggjum og herðum, og jókst þetta nokkuð við aðgerðir
þser, er gerðar voru á Landspítala og getið er um í vottorði . . . [fyrr nefnds
serfræðings í handlækningum].
Um ástand og útlit hægri handar vísast til vottorðs ... [síðast nefnds
serfræðings] frá 24. janúar 1963, er að framan er ritað.
Auk þeirra vottorða, er fyrr greinir, er vottorð frá röntgenlækni Land-
spitalans, undirritað af Kolbeini Kristóferssyni yfirlækni, þar sem talið er
upp, hvaða geislameðferð G. hefur fengið á radíumstofu og röntgendeild á
árunum 1927, 1928, 1928, 1930 og 1932, en joumal stofnunarinnar frá 1931
hefur ekki fundizt.
Ályktun: Hér er um að ræða 60 ára gamlan mann, sem fær geislameð-
ferð vegna útbrota á höndum á ámnum 1927—1932. 1 ljós kemur síðar,
a5 maðurinn hefur fengið röntgenbmna á hægri hönd, og fékk hann sár á
handarbak, sem greri aldrei frá því 1933 og þar til 1958, að skurðaðgerð
var gerð og húð flutt á handarbakið. Árið 1960 var svo vísifingur tekinn
af ásamt hluta af handarbakslegg.
Ástand handarinnar er nú þannig, að húð hefur verið flutt á mikinn hluta
handarbaks, vísifingur vantar ásamt miðhandarbeini, stirðleiki er í þumal-
fingursliðum báðum, og breytingar eru í húðinni ofan á þumalfingri og
ölnarmegin á handarbaki.