Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 191
189
1963
með því að draga 0.10%o frá fundnu magni reducerandi efna í blóðinu, þvi
raunverulega eru jafn miklar líkur fyrir því, að það geti verið 0,10%o hærra.
Þegar tvær hliðstæðar mælingar eru gerðar, eru þær báðar jafn réttháar,
og það er að brjóta í bág við allar reglur tölfræðinnar að gefa annarri mæl-
ingunni fullan rétt, en taka ekkert tillit til hinnar. Með þvi að miða ein-
göngu við lægri mælinguna, er ekki verið að tryggja hag sakbomings, held-
ur er verið að veita honum réttindi, sem honrnn ekki ber.“
MáliS er lagt fyrir lœknaráS á þá leiS,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spumingu:
Fellst læknaráð á svör prófessors Tóns Steffensen í bréfi hans, dags. 15.
apríl 1965, eða telur það önnur svör réttari og þá hver?
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild ráðsins. Afgreiddi deildin það með
ályktunartillögu á fundi hinn 2. september 1965, en samkvæmt ósk eins
fasknaráðsmanns var málið borið undir læknaráð í heild. Tók ráðið málið
til meðferðar á fundi hinn 5. nóvember 1965, og var eftir ýtarlegar umræð-
Ur samþykkt að afgreiða það með svo hljóðandi
Ályktun:
Læknaráð fellst á svör prófessors Jóns Steffensen i bréfi hans, dags. 15.
apríl 1965, að öðm leyti en þvi, að erfitt er að setja „örugg“ mörk um líf-
fræðilegar mælingar.
Málsúrslit: Með dómi Hæstaréttar 10. janúar 1966 var ékærðu gert að greiða 2000 króna
sekt í ríkissjóð, og skyldi 6 daga varðhald koma í stað sektar, ef hún yrði eigi greidd innan
vikna frá birtingu dómsins. Ákærða var svipt ökuleyfi í 2 mánuði.
Ákærðu var gert að greiða saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, kr. 5.000,00. Allan annan
kostnað sakarinnar, þar með talin laun verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 10.000,00, skyldi
ákærða greiða að hálfu, en rikissjóður að hálfu.
Ákærða var sýknuð af fyrri lið ákærunnar, en fundin sek um hinn síðari.
7/1065.
Ingi Ingimundarson hæstaréttarlögmaður hefur með bréfi, dags. 12. októ-
ber 1965, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, kveðnum upp 4. s. m., leitað
^nasagnar læknaráðs í hæstaréttarmálinu nr. 78/1964: Á. E-son gegn E. J.
E-syni og E. J. E-son gegn Á. E-syni og Þ. S. G-syni.
Málsatvik eru þessi:
Aðfaranótt þriðjudags 21. apríl 1959 kom aðaláfrýjandi máls þessa E. J.
E-son. . . ., Reykjavik, ásamt þrem félögum sínum í heimsókn til Ó. H. K-
dóttur, . .., Reykjavík. Þeir vom undir áhrifum áfengis svo og flestir, er
fyrir vom, en nokkrir gestir vom fyrir hjá Ó. Fljólega eftir að E. kom í
heimsókn þessa, kom til orðahnippinga milli hans og eins gestsins. Litlu
síðar hófust pústrar, hrindingar og meiðingar, og bættust þá fleiri í hóp-