Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 217
sóknaraðgerð á heila, og var niðurstaða sjúkrahúslæknanna, að um væri að
ræða sjúkdómseinkenni frá heila eftir slys.
1 vottorði . . ., [fyrr nefnds] sérfræðings í tauga- og geðsjúkdómum, dags.
8. febrúar 1958, er ályktað þannig: (Sjá hér að framan).
1 örorkmnatsgerð . .. [fyrr nefnds starfandi læknis], dags. 29. maí 1958,
er ályktað þannig: (Sjá hér að framan).
Slasaði kom til undirritaðs til skoðunar 6. janúar 1965.
Frá síðasta örorkumati 29. maí 1958 hefur heilsufar slasaða haldizt svip-
að og áður og óþægindi þau í höfðinu, sem talin eru stafa af afleiðingum
slyssins 1954, verið líks eðlis og á svipuðu stigi. Liðanin var að sögn mis-
jöfn, betri með köflum, en lakari annað veifið. Eitthvað bar á svima og
höfuðþyngslum, en einkum eru það að sögn höfuðverkjaköst, sem hafa þjáð
slasaða. Köstin koma á daga eða vikna fresti og standa misjafnlega lengi.
Hann kveðst oft hafa legið heima 2—3 daga í senn öðru hverju af þessum
sökum. Þetta ástand hefur staðið fram að þessu. Þó telur hann, að köstin
vari heldur skemur og öllu lengra líði á milli þeirra en áður, þegar þau voru
verst. Slasaði telur, að áreynsla, bogr og kuldi stuðli að komu kastanna.
Slasaði hefur stundað almenna verkamannavinnu undanfarið. Hann telur
vinnu sína hafa verið stopula vegna höfuðveikinnar, vinnudagar fallið úr
öðru hverju, nokkrir dagar í senn á nokkurra vikna fresti eða með styttri
millibilum. Á árinu 1964 hefur hann að sögn unnið verkamannavinnu hjá
ýmsum fyrirtækjum, en nálega 3—4 mánuðir fallið úr samtals, misjafnlega
lengi í senn, eftir því hver vinnan hefur verið. Þoldi verst vinnuna í Hrað-
frystistöðinni vegna erfiðis og kulda, sem henni var samfara. Hann segist
litið sem ekkert hafa getað unnið síðustu 2 mánuði.
Fyrir liggur eftir beiðni minni vottorð . .., [fyrr nefnds] sérfræðings í
tauga- og geðsjúkdómum, dags. 25. janúar 1965, svo hljóðandi:
,,S. Þ-son hefur verið hjá mér. Hann hefur þjáðst á köflum síðast liðin
ár af höfuðverk. Tapað síðast liðið ár úr vinnu, að því er hann segir, 3—4
mánuðum. Vinnugeta 1963 betri.
EEG (heilarafrit) 18. janúar 1965 sýnir ekkert óeðlilegt nema alfatíðni
9 c/sec., sem nær alveg fram í framheila (atrofia). Hann hafði einnig
atrofia cerebri (ventriculær typa), sem var posttraumatisk. Hann hafði
slæma cephalalgiu fyrir 1957, en lagaðist vel við loft (suboccipital pneumo-
grafi). Ég legg til, að gerð verði á honum loftencephalografi á Landspítala,
ef lyfjameðferð ekki bætir þetta.
Sjúklingurinn er, eins og stendur, algerlega óvinnufær og hefur verið það
síðasta 2[4 mánuð. Sjúklingurinn er tregur til loftencephalografi, ef hægt
er að komast hjá því, enda er aðgerðin kvalafull."
Frá Landspítalanum liggur fyrir rnnsögn um heilarafrit svo hljóðandi:
„S. Þ-son, f. . . ágúst 1905, EEG tekið 15. janúar 1965. Alfatíðni er 9
c/sec., regluleg, en breiðist óvenju langt fram, jafnvel fram í framheila. Það
er mjög gott svar við ljósi, og það koma ekki fram neinar abnormal bylgjur