Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 177
— 175
1963
,;Undirritaður læknir stundaði J. G-son síðustu ár hans og ráðlagði hon-
uöi m. a. að leita sér lækninga erlendis, og get samkvæmt beiðni vottað, að
eg vissi aldrei til þess, að J. fengi nokkum tíma krampakast eða meðvit-
undarleysi fyrir slysið 1952, og þekkti ég hann þó þá frá því 1942.
Hefi ég alltaf htið svo á, að um afleiðingu slyssins væri að ræða.“
Mállð er lagt fyrir lœknaráS á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um, hvort umrætt slys og eftirfarandi heilsubrestur
af þess sökum verði talinn aðal- eða meðverkandi orsök að dauðsfalli J.
heitins G-sonar.
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild ráðsins. Tók deildin málið til með-
ferðar á fundi hinn 19. nóvember 1964, en samkvæmt kröfu forseta ráðsins
Var málið borið undir læknaráð í heild. Ráðið tók málið til meðferðar á
fundi hinn 30. desember 1964, en frestaði þá endanlegri afgreiðslu þess.
Forseti vísaði málinu til meðferðar réttarmáladeildar á ný, eftir að haxm
hafði ráðfært sig við aðra læknaráðsmenn. Deildin tók málið til meðferðar
á ný á fundi 18. febrúar 1965.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun lœknaráðs:
Af gögnum málsins verður ekki annað séð en að J. heitinn G-son hafi
Verið heilsuhraustur fyrir slysið og að hann hafi hvorki þjáðst af yfirliða-
ne krampaköstum.
Eftir slysið er sagt, að J. hafi þjáðst af höfuðverk og ekki getað afkastað
fullri vinnu af þeim sökum. Innan árs frá því slysið varð, byrjaði hann að
H krampaköst, sem sagt er, að hafi byrjað með miklum höfuðverk hægra
^egin. Þegar J. var lagður inn á Rikisspítalann í Kaupmannahöfn 9. maí
1953, hné hann niður (sank patienten sammen) án þess þó að fá krampa
1 það skiptið. Hins vegar fékk J. heitínn krampakast, þegar gerð var á
honum „loft-encephalografia“. J. fékk meðferð við krampaköstunum. Henni
yar haldið áfram fram í nóvember 1953. Hinn 26. maí 1954 er skrifað í
]ournal Rikisspítalans í Kaupmannahöfn, að J. hafi ekki haft krampa síð-
asta árið. Ekki liggja fyrir upplýsingar rnn, hvort J. hafi haft krampaköst
síðan 1954.
I vottorði . . . [sérfræðings í tauga- og geðsjúkdómum], dagsettu 22. okt.
^960, er þess getið, að J. hafi við skoðun í janúar 1959 kvartað um, að hann
aetti erfitt um vinnu vegna þreytu, slappleika, höfuðkvala, stundum skyndi-
jegrar blindu og velgju. Við skoðun fannst jákvætt Rombergs-próf og já-
kvasð Babinski-svörun hægra megin og minnkað skyn sömu megin. Enn
jvemur óöruggt og sljóvgað minni. Ályktanir Ríkisspítalans í Kaupmanna-
hofn og . . . [síðast nefnds sérfræðings í tauga- og geðsjúkdómum] eru báð-
ar a þann veg, að kvartanir J. og einkenni stöfuðu af slysi. Getur læknaráð
fallizt á, að þetta sé rétt.
Krufningarskýrslan ber með sér, að banamein J. hafi verið lungnabjúg-