Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 112
1963
— 110 —
f. Sjónpróf skal gera eigi sjaldnar en 4 sinnum í barnaskólum, þ. e.
á 7, 9, 11 og 12 ára börnum, en árlega í öllum framhaldsskólum.
g. Skólalæknir sem slíkur annast ekki meðferð á nemendum.
h. Gcð samvinna skólalæknis og kennara er skilyrði þess, að eftirlitið
nái tilgangi sínum.
II. Gæzlunemendur.
Gæzlunemendur kallast þeir nemendur, sem að dómi skólalæknis
þarfnast annaðhvort læknismeðferðar eða lækniseftirlits um skamm-
an eða langan tíma. (Nemendur með tannskemmdir teljast ekki gæzlu-
nemendur).
Nemandi, sem þarfnast læknismeSferðar, telst gæzlunemandi, unz
hann hefur farið til læknis og læknismeðferð er lokið.
Nemandi, sem þarfnast lækniseftirlits, telst gæzlunemandi, unz
ástand hans hefur breytzt til hins betra eða þarflaust þykir af öðrum
ástæðum að hafa hann undir eftirliti.
III. Eyðublöð, notuð við skólaeftirlit.
1. Heilsufarsseðill. Eyðublað, sem foreldrar (forráðamenn) barns eiga
að fylla út við byrjun skólagöngu. Læknar, sem telja sér ekki fært
að nota eyðublaðið, verða að afla sér sams konar upplýsinga á ann-
an hátt.
2. Skoðunarseðill. Eyðublað, sem læknir skráir á niðurstöður skóla-
skoðunar. Eyðublaðið ber að nota í öllum skólum, og það á að fylgja
nemanda á allri skólagöngu hans.
3. Skýrsla kennara til skólalæknis. Eyðublaðið er eins konar tilvísunar-
seðill frá kennara til skólalæknis.
Akranes. Byrjað var á stækkun barnaskólans á Akranesi, og er
ætlað, að nokkur hluti viðbótarinnar verði nothæfur við byrjun næsta
skólaárs. Unnið er að byggingu nýs heimavistarbarnaskóla að Leirá
fyrir 4 hreppa utan Skarðsheiðar.
Stykkishólms. Skólaeftirlit fór fram með sama hætti og verið hefur.
Börnin voru skoðuð einu sinni á ári, að haustinu, en ekki hafður sér-
stakur viðtalstími fyrir skólann að vetrinum, enda er ég heimilislæknir
flestra barnanna. Auk þess hef ég haft einu sinni að vorinu sérstakan
viðtalstíma fyrir foreldra þeirra barna, sem byrja nám að haustinu,
þ. e. 7 ára barnanna, og hef ég þá útfyllt heilsufarsseðil fyrir börnin.
Hefur þá ýmislegt komið fram, sem e. t. v. hefði ekki komið í dagsins
ljós að öðrum kosti. Það, sem mér finnst vanta tilfinnanlegast í skólana
1 dag, er meiri sálgæzla og leiðbeiningar til foreldra og kennara og
jafnvel skólalæknis um meðferð þeirra barna, sem haldin eru sálrænum
truflunum, en mér virðast slíkar truflanir fara í vöxt.
Akureyrar. Hinn nýi Oddeyrarskóli tók til starfa á þessu ári. Þar
mun rúm fyrir yfir 500 börn. Þá tók til starfa nýr heimavistarbarna-