Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 85
— 83 —
1963
12. Gulusótt (092 hepatitis infectiosa).
Töflur II, III og IV, 12.
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Sjúkl. 9 6 7 7 11 5 1 16 21 3
Dánir 1 w » 1 yy yy yy yy
Skráð í 3 héruðum.
13. Ristill (088 herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 13.
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Sjúkl. 82 73 71 62 69 112 106 105 210 204
Dánir yy yy yy yy yy yy yy yy yy yy
VíJcur. . 4 tilfelli. Tvö eftir inflúenzubólusetningu. I þrem tilfellanna
fengu börn á sömu heimilum varicellae 2—3 vikum síðar.
14. Inflúenza (480—483 influenza).
Töflur II, III og IV, 14.
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Sjúkl. 2342 11044 11934 18386 1568 20100 4099 2462 14646 10436
Dánir 4 12 24 55 5 45 5 4 36 33
Inflúenza af A-stofni gekk í febrúar-apríl, og var hún skráð í 48 hér-
uðum. Allmikið var bólusett gegn veikinni, og eru dómar lækna um
árangurinn allsundurleitir, en þess ber að gæta, að sumir læknar bólu-
settu aðeins einu sinni, en aðrir tvívegis. Veikin var í engu frábrugðin
því, sem gerist um inflúenzu.
Rvík. Mánuðina febrúar til apríl gekk hér inflúenzufaraldur, náði
hámarki vikuna 24/2—2/3 og var um garð genginn um miðjan apríl.
Veikin náði aldrei mjög mikilli útbreiðslu, og var skólum ekki lokað.
Ekki var stofnað til almennrar bólusetningar, en vissum starfsmanna-
hópum var gefinn kostur á bólusetningu. Veikin var fremur væg. Rann-
sóknir í tilraunastöðinni að Keldum sýndu, að hér var á ferðinni inflú-
enzuveira af stofni A, en faraldur af þeim stofni gekk í Bandaríkjunum
um og eftir áramótin 1962—1963.
Akranes. Mánuðina marz—apríl varð inflúenzu nokkuð vart. Ýmsir
atvinnurekendur og starfshópar óskuðu eftir bólusetningu. Sumir urðu
lasnir af bólusetningunni, fengu hitavott. Um árangur er erfitt að
dæma, en sumir þeir, er bólusettir voru, fengu fyrir víst inflúenzu.
Stykkishólms. Seinast í febrúar barst inflúenza á tvo bæi. Veikin
einangraðist á þessum bæjum, enda var fólk mjög á verði gagnvart
henni. Var þegar hafizt handa að útvega inflúenzubóluefni. Var lögð