Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 92
1963
— 90 —
veikina. Allmikið var um liðaverki eftir á, einkum hjá þeim, sem lágu
lítið eða ekki.
Kópaskers. Dreifð tilfelli síðustu fjóra mánuði ársins, í hámarki í
október og nóvember.
Þórshafnar. Faraldur byrjaði í ágúst og gekk til áramóta. Nokkrir
urðu allveikir, einkum unglingar og fullorðnir. Margir fengu verki
í liði, einkum fingurliði. Þeir hurfu fljótt, og allir náðu sér að fullu.
Norður-Egilsstaóa. Gengu mikið seinni hluta ársins, en voru vægir.
Þó varð fullorðið fólk illa fyrir barðinu á þeim, fékk slæma liðaverki,
sem stóðu lengi, eftir að sjálf veikin virtist fyrir löngu bötnuð.
Austur-Egilsstaða. Faraldur gekk seinni hluta ársins og yfirleitt
vægur.
Bakkagerðis. Faraldur í nóvember—desember af rubeolae. Veikin
væg.
Seyðisfj. Gengu talsvert seinasta ársfjórðunginn.
Eskifj. Vægur faraldur allt árið.
Bujða. Gengu hér síðari hluta ársins og voru í sumum tilfellum óvenju-
lega heiftugir. Margir voru lengi að ná sér, einkum þeir, sem fengu
einkenni frá liðum.
Kirkjubæjar. Gerðu nokkuð vart við sig, ekki sízt á miðaldra fólki.
Var áberandi, hve margir fullorðnir fengu verki og liðabólgur (fing-
ur og úlnliðir) sem fylgikvilla, og voru þessi óþægindi 6—10 vikur að
hverfa.
Víkur. Bárust í héraðið í september.
Laugarás. Hafa gengið í haust og vetur.
Eyrarbakka. Allmörg tilfelli í nóvember og desember.
Hafnarfj. Varð fyrst vart í júní. Tilfellum fór svo fjölgandi í hverj-
um mánuði til áramóta.
Kópavogs. Vægur faraldur, aðallega börn og unglingar.
24. Skarlatssótt (050 scarlatina).
Töflur II, III og IV, 24.
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Sjúkl. 39 66 158 154 51 92 45 9 286 735
Dánir tt tt tf tt tt tt tt tt tt tt
Nokkur faraldur var að skarlatssótt á árinu, og er hún skráð í 23
héruðum. Veikin yfirleitt væg.
Stykkishólms. Streptococca-faraldur gekk um héraðið, einkum í
Stykkishólmi, fyrstu fjóra mánuði ársins. Var allmikið bæði um angina
streptococcica án útbrota og skarlatssótt. Skarlatssóttartilfellin voru
flest væg, enda notað penisillín strax í upphafi veikinnar.