Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 164
Viðbætir.
Lælmaráðsúrskurðir 1965.
1/1065.
Þór Vilhjálmsson, borgardómari í Reykjavik, hefur með hréfi, dags. 23,
október 1964, samkvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavikur
s. d., leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 3510/1963: Ó. H-dóttir gegn
Samvinnutryggingum.
Málsatvik eru þessi:
Miðvikudaginn 6. janúar 1960 varð stefnandi máls þessa, Ó. H-dóttir,
. .., . . ., fyrir vamarliðsbifreiðinni VL-E-1798 skammt fyrir simnan Hlé-
garð í Mosfellssveit. Rifreiðarstjóri var H. D. M., vamarliðsmaður á Kefla-
víkurflugvelli, fæddur 1933. Rifreiðin var skyldutryggð hjá stefndu Sam-
vinnutryggingum.
1 málinu liggur fyrir örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis,
dags. 4. janúar 1963, svohljóðandi:
„Samkv. staðfestu afriti af lögregluskýrslu frá lögreglustjóranum á Kefla-
víkurflugvelli þá varð konan fyrir bíl hinn 6. janúar 1960 við Hlégarð í
Mosfellssveit. Konan var flutt á handlæknisdeild Landspítalans, og það
liggur fyrir vottorð frá . . ., aðstoðaryfirlækni þar, dags. 16. marz 1961.
Þar er vitnað til læknisvottorðs 21. marz 1960, er hann mun hafa gefið
út, en það liggur ekki fyrir.
Rétt þykir að taka upp í heilu lagi vottorð . . ., er fyrr getur, og er það
svohljóðandi:
„Ó. H-dóttir, f. . . . 1918, til heimilis að . . ., lá á handlæknisdeild Land-
spitalans frá 6. janúar til 5. maí 1960. Sjúkl. hafði lent í bílslysi, skömmu
áður en komið var með hana á deildina. Svo sem fram kemur í vottorði, dags.
21. marz 1960, var um að ræða heilahristing á lágu stigi (commotio cerebri
1. gr.), allmikið mar á nefi og enni og blæðingu undir húð í kringum vinstra
auga. Einnig var allmikið mar á vinstri framhandlegg (contusiones variae).
Allmikið húðhrufl var framan á hægri fótlegg, og voru þar mikil óhreinindi.
Mjög mikil eymsli á þeim stað, directe og indirecte, og einnig mikil eymsli
á fótlegg rétt neðan við hné. Röntgenmyndir, teknar strax eftir komuna á
sjúkrahúsið, sýndu brot á báðum sköflungum. Vinstri sköflungur var brot-
inn rétt neðan við hné, en brotendar ekkert gengnir á misvíxl. Hægra sköfl-