Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 200
1963
198 —
ennisholubólgn, einum þegar hafðar eru í huga þær aðgerðir, sem E. hafði
undirgengizt áður skv. gögnum málsins?
4. Hvort eða að hve miklu leyti megi telja það sennilega eða liklega
afleiðingu áverka þeirra, er E. J. E. hlaut 22. apríl 1959, að hann sé veikur
og óvinnufær í svo langan tima, sem í máhnu greinir, þ. e. í 2 ár.
5. Eru líkur fyrir þvi, að hinn gamli, króniski sjúkdómur E. (krónisk
ennisholubólga) hefði tekið sig upp aftur, þrátt fyrir aðgerðina í janúar
1959, og sótt í sama horfið með heilsu E. J. E., þótt ekki hefðu komið til
áverkar þeir, sem í máhnu greinir?“
I^æknirinn svarar spumingunum á þessa leið í hréfi, dags. 10. september
1965:
„1. atriði. svar:
Ég álít, að mögulegt hefði verið að framkvæma nefnda aðgerð hér á landi,
en þar eð slíkrar aðgerðar er mjög sjaldan þörf hér á landi (skv. minni
reynslu), hafa islenzkir læknar litla eða enga æfingu í að gera slika aðgerð.
Ég tel því, að rétt hafi verið að senda E. J. E. til sérfræðings erlendis, sem
vanur var að framkvæma þessar aðgerðir.
2. atriði, svar:
Þessari spumingu svara ég á sömu leið og spumingimni á atriði nr. 1.
Auk þess tel ég eðlilegt, að sami læknir gerði við það, sem aflagazt hafði á
hans fyrri aðgerð, og rétti þá nefið samtímis.
3. atriði, svar:
Ég þori ekkert að fullyrða um, af hverju verkir á enni E. J. E. hafa staf-
að, þótt þeir geti að sjálfsögðu hafa stafað af bólgu í ennisholu. Slík ennis-
holubólga gæti verið bein afleiðing af sjálfum áverkamnn og/eða óbein, við
að ennisholugöngin lokuðust við áverkann.
4. atriði, svar:
Skv. minni reynslu hefur komið fyrir, að fólk hafi kvartað um verki
mánuðum saman eftir áverka á höfuð. Getur þá verið um ýmsar orsakir
verkja að ræða, t. d. samvexti milli heilahimna eða milli heilahimnu og
beins. Einnig getur verið um s.n. taugaverki að ræða (neuralgiae). I tilfelli
E. J. E. tel ég ekki endilega vist, að verkimir hafi stafað frá ennisholunni,
þótt þeir geti hafa stafað þaðan.
5. atriði, svar:
Að sjálfsögðu getur gömul bólga tekið sig upp aftur í ennisholu, en hvort
það hefði skeð hjá E. J. E., ef hann ekki hefði orðið fyrir nefndum áverka,
tel ég ekki mögulegt að fullyrða neitt um.“
MálíS er lagt fyrir lœknaráS á þá leiS,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spumingu:
Fellst læknaráð á álit . .. (B) [sérfræðings i háls-, nef- og eymasjúkdóm-
um] á greindinn atriðum, og ef ekki, hvert er þá álit læknaráðs?
Við meðferð málsins var gætt ákvæða 2. mgr. 4. gr. laga nr. 14 15. maí
1942,