Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 141
— 139 —
1963
Önnur mál, sem nefndin fjallaði um, voru þessi helzt: Almennings-
náðhús, glymsalar í tóbaks- og sælgætisverzlunum og í veitingastofum,
notkun á sameiginlegum handþurrkum á vinnustöðum, veitingastofa í
Hafnarstræti, verzlun í Skipasundi, þrifnaður og umgengni í kvik-
niyndahúsum, hávaði frá ölgerð, dagsetningar á mjólkurumbúðum,
framkvæmd á reglugerð um lokunartíma sölubúða o. fl. Farin var eftir-
litsferð um borgina og önnur í tvo veitingastaði. Nefndin gaf 89 sinnum
fyrirmæli um endurbætur á húsnæði og rekstri, oftast að viðlagðri
lokun, sem kom til framkvæmda hjá 7 fyrirtækjum. Eitt fyrirtæki fékk
fyrirmæli um að hætta rekstri. Eitt leyfi var afturkallað. Einu máli var
vísað til yfirsakadómara.
ölafsfj. Störf heilbrigðisnefndar hafa verið frekar lítil. Vegna
endurtekinna kvartana um óhreinindi í neyzluvatni var gerð athugun
á því, og dæmdist það óhæft til neyzlu vegna b. coli, sem í því fannst.
2. Húsakynni og þrifnaður. Meindýr.
Rvík. Gefin voru út vottorð um ástand 161 íbúðar vegna umsókna um
íbúðir eða byggingarland í sambandi við niðurrif af ýmsum öðrum
ástæðum. Rifnar voru 53 íbúðir, þar af 37 í herskálum. 1 árslok var
fjöldi og ástand skráðra íbúða í Rey/kjavík sem hér segir, en íbúðir alls
í borginni voru um 20000.
Alls Lélegar Tala barna Óhæfar Tala barna
í herskálum ........... 109 — — 109 186
í skúrum ............... 96 15 27 81 205
I kjöllurum .......... 2034 630 823 345 419
Á hæðum ............... 753 276 523 400 964
Samtals skráðar 2992 921 1373 935 1774
Aukning á íbúðarhúsnæði á árinu, nýbyggingar og viðaukar, nam
212699 m3. Eru þetta alls 665 íbúðir, sem skiptast þannig eftir her-
bergjafjölda: 1 herbergi 19, 2 herbergi 123, 3 herbergi 249, 4 herbergi
162, 5 herbergi 84, 6 herbergi 14, 7 herbergi 9, 8 herbergi 5. Meðalstærð
íbúða, byggðra á árinu, var um 320 m3. Lokið var við byggingu skóla,
félagsheimila, sjúkrahúsa o. fl. að rúmmáli samanlagt 61817 m3, verzl-
unar-, skrifstofu- og iðnaðarhúsa 126595 m3, geymsluhúsa, bílskúra
o- fh 70495 m3.
Eftir efni skiptast húsin þannig:
Úr steini .................. 468538 m3
— timbri ..................... 3068 m8
Samtals 471606 m3
1 árslok voru í smíðum 950 íbúðir, og voru 439 þeirra fokheldar eða
uieira. Á árinu var hafin bygging á 771 íbúð. Hinn 14. júní hófst bygg-