Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 140
1963
— 138 —
Framkvæmd hinna nýju lyfsölulaga er að verulegu leyti í höndum
lyfjaskrárnefndar, sem skipuð er sex mönnum til sex ára í senn, svo
sem hér segir: prófessor í lyfjafræði lækna (próf. Kristinn Stefánsson),
dósent í lyfjafræði lyfsala (dósent, dr. phil. Ivar Daníelsson), prófessor
í lyflæknisfræði (próf., dr. med. Sigurður Samúelsson), Sigurður Ól-
afsson lyfsali, formaður, Ólafur Ólafsson lyfjafræðingur og Valtýr Al-
bertsson læknir. Þrír þeir fyrst töldu eru sjálfskipaðir samkvæmt lög-
unum, en þrír hinna síðast töldu eru skipaðir af ráðherra samkvæmt
tillögu landlæknis, einn úr hópi lyfsala, annar úr hópi starfandi lyfja-
fræðinga og hinn þriðji úr hópi starfandi lækna. Ráðherra skipar for-
mann nefndarinnar.
M. Sjúkratryggingar.
Fjöldi sjúkrasamlaga á öllu landinu var í árslok 223, en fjöldi sjúkra-
samlagsmeðlima 111793. Þar af voru samlagsmeðlimir í Reykjavík
47967, en í öðrum kaupstöðum 27897.
XII. Ýmis heilbrigðismál.
1. Störf heilbrigðisnefnda.
Rvík. Heilbrigðisnefnd hélt 21 fund á árinu og tók fyrir 258
mál. Nefndinni bárust 170 umsóknir um leyfi til starfrækslu fyrirtækja
eða breytinga. Umsóknir skiptast eftir starfsemi sem hér segir:
Umsóknir Þar af samþ.
Fiskverzlanir .................................. 8 7
Kjötverzlanir .................................. 3 3
Nýlenduvöruverzlanir .......................... 11 9
Nýlenduvöru- og kjötverzlanir .................. 8 7
Kjörbúðir ...................................... 3 1
Tóbaks- og sælgætisverzlanir .................. 12 4
Verzlun ýmiss konar ............................ 3 3
Brauðgerðarhús ................................. 2 2
Efna-, gosdrykkja- og sælgætisgerðir ........... 6 1
Fiskvinnsla, fiskþurrkun ....................... 2 2
Framleiðsla og sala mjólkuríss ................. 1 1
Rakara-, hárgreiðslu- og snyrtistofur .......... 9 8
Iðnaður ýmiss konar ........................... 46 37
Matstofur ...................................... 1 1
Samkomu- og gistihús ........................... 2 2
Veitingastaðir ................................ 10 8
Vistheimili fyrir börn ......................... 1 1
Náðhús ......................................... 1 1
Breytingar á húsnæði og starfsemi ............. 41 24
Samtals 170
122