Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 210
1963
208 —
um, ekki sjást neinar dislocationir, dilatationir né deformitet. Dál. loft er
utan á hemisferum, í frontalregioninni. Röntgenskoðun negativ.
Diagnosis: Commotionis cerebri seq.
Niðurstaða: Núverandi ástand sjúkl. má teljast afleiðing af höfuðtrauma
þ. 16. nóvember 1954.“
Sarni læknis vottar 29. marz 1955, að ástand slasaða sé eins og í síðast
nefndu vottorði.
. . ., sérfræðingur i handlækningum, vottar á þessa leið 14. marz 1955:
„S. Þ-son, ..., þjáist enn af svima og höfuðverk, síðan hann varð fyrir
bílaárekstri þ. 16. nóv. s.l. Af þessum ástæðmn er hann enn óvinnufær og
ógjömingur að áætla, hvenær hann nær aftur fullri heilsu.
.. ., sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum, vottar á þessa leið 31.
marz 1955:
„Hef i dag rannsakað S. Þ-son, 49 ára, . .., en hann lenti í bílslysi 16.
nóv. 1954. Hann kvartar um svima og höfuðverk. Eyru: hljóðhimnur eðlil.
Heyrn: h. eyra, heyrir hvísl ca 2 metra; v. eyra: heyrir hvísl ca 4 metra.
Vestibularis reagera eðlil. á báðum eyrum. Heymartapið er vegna bilunar
á heyrnartaugunum, og var farið að bera á því, áður en hann varð fyrir
slysinu.
Nef: eðlil. Háls: eðhl.“
. . ., fyrr nefndur sérfræðingur i tauga- og geðsjúkdómum, vottar hinn
27. september 1955, að ástand slasaða sé óbreytt frá fyrr nefndu vottorði,
dags. 29. marz 1955.
Sami læknir segir í vottorði, dags. 12. desember 1955, að subjektivt ástand
sjúklings sé algerlega óbreytt frá rannsókn 27. september 1955, og telur
hann „ekki útilokað að mega álykta, að ástand sjúkl. verði óbre.ytt áfram.“
. . ., sérfræðingur í lvflækningum, vottar á þessa leið 2. desember 1955
að loknum inngangsorðum:
„Samkvæmt gögnum þeim, sem fyrir liggja, vildi slysið þannig til, að
slasaði varð fyrir bifreið við gatnamót Ingólfsstrætis og Bankastrætis i
Reykiavik.
Slasaði marðist á hægri öxl og vinstra fæti og hlaut skurð á hægra gagn-
auga. Var slasaði þegar fluttur heim til sín og síðan stundaður af læknun-
utn . . [fyrr nefndum sérfræðingi í handlækningum] og . . . [fyrr nefnd-
um sérfræðingi i tauga- og geðsjúkdómum].
Var slasaði rúmfastur í hálfan mánuð og við rúmið í 2 mánuði.
Rannsókn [fyrr nefnds] taugasérfræðings, . .. (dags. 22. febrúar 1955),
sýnir engin merki um vefrænan taugasjúkdóm.
Slasaði mætti til skoðunar hjá undirrituðum 24. nóv. 1955.
Hann kveðst hafa haft verk í höfði alveg síðan slysið varð, og er verkur-
ixm verstur á morgnana. Slasaði segist ekkert hafa unnið eftir slysið, og
hann telur ástand sitt litlum sem engum breytingum hafa tekið að undan-
fömu.