Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 139
— 137 —
1963
Lyfsöluleyfi til að stofnsetja og reka lyfjabúð í Mýrahverfi í Reykja-
vík. Veitt 22. júní 1963 Ivari Daníelssyni (f. 18. júlí 1920). Kand. 1944,
P- C. P. & S., Fíladelfía, Pa., Ph. D. 1947, Purdue Univ., Lafayette,
Indiana. — Umsækjendur voru 11. Lyfjabúð þessi mun verða til húsa
í nýreistu húsi, er stendur við Álftamýri 1—5 og hefur hlotið heitið
Borgar Apótek (1966).
Stykkishólms Apótek. Veitt 15. ágúst 1963 Stefáni Sigurkarlssyni
(f. 12. júlí 1930). Kand. 1957 Kh. — Enginn annar sótti um lyfsöluleyfi
þetta.
Nes Apótek. Veitt 20. ágúst 1963 Steinari Björnssyni (f. 17. sept.
1926). Kand. 1954, Kh. — Umsækjendur voru 2.
SiglufjarSar Apótek. Veitt 9. nóvember 1963 Steingrími Kristjáns-
syni (f. 21. okt 1926). Kand. 1951, Kh. — Umsækjendur voru 3.
Fráfarandi lyfsalar ofangreindra 6 lyfjabúða sögðu allir lyfsölu-
leyfum sínum lausum, ýmist vegna vanheilsu (2), aldurs (1), veitingar
lyfsöluleyfis annars staðar (2) eða án tilgreinds tilefnis (1).
Starfslið. Lyfjabúðirnar voru ekki allar skoðaðar á árinu og ná-
kvæmar tölur um starfslið ekki fyrir hendi, en óhætt er að segja, að
breytingar á starfsliði frá því árið áður hafi ekki verið teljandi.
Húsakynni, búnaður o. fl. Breytingar ekki teljandi frá fyrra ári.
Bækur og færsla þeirra. Svipað og árið 1962.
Notkun ómengaðs og mengaðs vínanda. Samkvæmt upplýsingum
Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins öfluðu lyfjabúðirnar sér neðan-
greindra áfengislyfja á árinu, svo sem hér segir:
1963 1962 1961
Alcohol absolutus 3 kg 3kg
Spiritus alcoholisatus ... 2053 — 2030 — 2108 —
— acidi borici ... 125 — 81 — 239 —
—• bergamiae ... 268 — 258 — 342 —
—• denaturatus ... 9378 — 8031 — 7920 —
—• lavandulae 60 — 54 — 79 —
•— mentholi ... 1112 — 1047 — 901 —
Glycerolum 1 + Spiritus alcoholisatus 2 ... ... 819 — 825 — 796 —
Aether spirituosus ... 601 — 511 — 539 —
— — camphoratus 87 — 63 — 78 —
Tinctura pectoralis ... 2403 — 2512 — 1718 —
Af ofangreindu yfirliti sést, að notkun ómengaðs og mengaðs vín-
anda hefur verið mjög stöðug frá ári til árs undanfarið.
Lyfsölulöggjöf. Samþykkt voru á Alþingi 17. apríl 1963 ný lyfsölu-
lög (lyfsölulög nr. 30 29. apríl 1963), er gengu í gildi 1. júlí s. á. Er
hér raunar um mjög merkileg tímamót að ræða, þar eð heildarlöggjöf
varðandi lyfsölumál hafði til þessa ekki verið til, en lengst af stuðzt við
lilskipun 4. des. 1672, um lækna og lyfsala, og kansellíbréf 16. sept.
1797, um lyfjasölu, í þessum efnum.
18