Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 142
1963
— 140 —
ing læknahússins Domus Medica við Egilsgötu. I aðalhúsinu, sem er 5
hæðir, að grunnfleti 350 m2, verða lækningastofur, sem læknar eiga
sjálfir, ásamt rannsóknarstofum. I útbyggingu, sem er 570 m2 og 2
hæðir, verður félagsheimili lækna o. fl.
Á vegum heilbrigðiseftirlitsins og Vatnsveitu Reykjavíkur voru á
árinu gerðar reglubundnar rannsóknir á neyzluvatni borgarbúa. Voru
samtals tekin 119 sýnishorn af neyzluvatni, og af þeim voru 109 óað-
finnanleg og 10 gölluð. Sýnishornin voru flest tekin í Gvendarbrunn-
um eða aðfærsluæðum vatnsins til borgarinnar, en nokkur á víð og
dreif um borgina. Óhreinindi í neyzluvatni má oft rekja til gallaðra
heimæða.
Hreinsunardeild borgarinnar tók á árinu við hreinsun á götum á
hafnarsvæðinu, en hana hafði hreinsunarflokkur hafnarstjóra annazt.
Hreinsunardeildin tók einnig að sér rekstur á náðhúsum borgarinnar
úr höndum borgarlæknisembættisins. Gatnahreinsun. Af götusópi fluttu
vélsópar burt um 5600 tonn og bílar 2610 bílfarma auk 756 bílfarma af
opnum svæðum, og tæmdar voru 12916 tunnur götusóps. Af götum
var ekið 1817 m3 af snjó. Kostnaður við snjóhreinsun varð um 232000
krónur, sem er langt fyrir neðan meðallag. Sorphreinsun. 1 árslok voru
í notkun 21144 sorpílát. Ekið var á brott 20144 bílförmum af sorpi, eða
um 162924 m3. 1 sorpeyðingarstöðina var ekið 16118 bílförmum, en á
sorphaugana fóru 3996 bílfarmar, auk þess sem tekið var á móti sorpi
úr 22185 einkabílum. Alls mun sorpmagnið hafa verið 196202 m3 eða
um 46500 tonn. Nemur það 0,6 tonnum á íbúa. Sorpeyðingarstöðin.
Framleiðsla á Skarna nam 5848 m3. Af honum voru seldir aðeins 4848
m3, enda er stefnt að því að geyma áburðinn sem lengst, áður en hann
er afhentur til notkunar. Holræsahreinsun. Sérstakur vinnuflokkur
hefur eftirlit með holræsakerfi borgarinnar. Annar vinnuflokk-
ur hreinsar frárennslisæðar fyrir húseigendur, og bárust 3550
slíkar beiðnir. Salernahreinsun. Útisalerni við íbúðarhús eru nú 24 og
59 í herskálahverfum og á vinnustöðum, samtals 83. fækkun nemur
því 14. Lóðahreinsun. Fjarlægðir voru 67 dúfnakofar og rifnir 107
skúrar. Hreinsaðar voru 1522 lóðir, þar af 1285 á kostnað lóðaeigenda.
Ekið var á brott 761 bílfarmi af rusli. Náðhús. Frá 1. desember var
umsjón með náðhúsum borgarinnar í umsjá hreinsunardeildar. Þann
dag var opnað nýtt náðhús á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar.
Sjóbaðstaðurinn í Nauthólsvík. Lóðahreinsunarflokkur hreinsunar-
deildar sér um hreinsun hans eftir fyrirmælum frá borgarlækni.
Rökstuddar kvartanir um óþægindi af dúfum bárust 116. Skoðaðir
voru 8146 staðir vegna dúfna og villikatta. Lógað var 2059 dúfumog665
villiköttum. Skotnir voru 69 svartbakar í borgarlandinu. Kvartanir um
rottu- eða músagang bárust 2100. Fram fóru 17328 skoðanir. Rottu
og mús var útrýmt á 3102 stöðum. Athuguð voru 52 skip. Alls var dreift
185395 eiturskömmtum. Samkvæmt skýrslu Aðalsteins Jóhannssonar
meindýraeyðis var fatamöl eytt á 278 stöðum, silfurskottu á 93, kakal-