Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 145
— 143 —
1963
tíðni í sumum byggðum héraðsins mikil haustið 1962. Á þessu hausti
var læknanemi ráðinn til að annast heilbrigðisskoðun á kjöti í Grafar-
nesi. Jafnframt framkvæmdi hann sullatalningu á staðnum. Alls var
slátrað í Grafarnesi 343 fullorðnum kindum. Af þeim var 101 kind
sullaveik og sullir í þeim alls 188, eða 0,54 sullir í kind til jafnaðar.
Slátrað var alls 2633 lömbum, og fundust ekki sullir í neinu þeirra.
Engir lungnasullir fundust. Lifrarsullir voru ekki taldir sérstaklega,
en sullirnir voru nær allir netjusullir. Er því greinilega um framför að
ræða á þessum stað. Á Vegamótum var slátrað 3431 lambi, og fundust
sullir í 3 lömbum, alls 3 sullir. Ekki var getið um sulli í fullorðnu fé, en
talning þessi er ekki áreiðanleg. 1 Stykkishólmi var slátrað 442 full-
°rðnum kindum, og fundust sullir í 6 þeirra. Engir sullir fundust þar í
lömbum. Hina lækkuðu sullatíðni í Grafarnesi, einkum í lömbum, þakka
eS einkum bættri meðferð á hráæti, sem áður var fyrir neðan allar hellur,
°g í öðru lagi meiri vandvirkni við hundahreinsun, sem áður mun hafa
borið næsta lítinn árangur.
Reykhóla. Engir sullir fundust við slátrun. Allir hundar hreinsaðir.
Patreksfj. Hundahreinsanir framkvæmdar dyggilega lögum sam-
kvæmt. Engir sullir í sauðfé, svo að mér sé kunnugt um.
Flateyrar. Netjasullir fundust í nokkrum kindum. Mjög erfið að-
staða er hér til hundahreinsunar, en ekkert fast húsnæði er til slíks.
Rolungarvíkur. Hundar hér í þorpinu voru allir drepnir á árinu.
Sveitahundar munu, eftir því sem ég bezt veit, ekki hafa verið hreins-
aðir þrátt fyrir ábendingu þar um.
HöfSa. Hundar eru hreinsaðir árlega og sullir úr sauðfé brenndir í
sláturtíð.
Hofsós. Talsvert var um sulli í sláturfé, aðallega úr tveim hrepp-
Urn> og var forráðamönnum hreppanna gert viðvart. Hundahreinsun
ég, að fari yfirleitt of seint fram, og í þessum hreppum höfðu hundar
ekki verið hreinsaðir fyrr en undir jól eða eftir áramót.
ólafsfj. Hundahreinsun hefur ekki farið fram.
Akureyrar. Hundar voru hreinsaðir í öllum hreppum héraðsins og
einnig í bænum. Öll sauðfjárslátrun fer fram í sláturhúsi KEA.
Grenivíkur. Hundar eru hreinsaðir eftir sláturtíð. Enn sjást sullir í
fullorðnu fé í sláturhúsinu.
Þórshafnar. Hreinsun hunda fór fram í öllum hreppum héraðsins.
Víkur. Á einum bæ hefur borið á sullum í fé. Bónda mun hafa verið
trúað fyrir hundahreinsuninni sjálfum.
4. Matvælaeftirlit.
Atvinnudeild Háskólans hefur látið í té eftirfarandi skýrslu um rann-
s°knir sínar á matvælum vegna matvælaeftirlits ríkisins á árinu:
Til gerlarannsókna bárust Gerlarannsóknarstofu Fiskifélags íslands