Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 175
— 173 —
1963
Aorta var slétt og hvorki atheromatosis né kalk í henni neins staðar.
Bakteriologisk rannsókn:
títstrok frá lunga: Hér sést lítið af leukocytum, en mikið af blóði og upp-
leystum r.blk., en epithel- og endothelfrumur, sem sjást, eru þrútnar af vatni
(hydropiskar). Á köflum sést mikið af diplokokkum með hylki utan um,
sem sýnilega eru pneumokokkar.
Ályktun: F.kki fundust nein merki þess á heila, heilahasti eða höfuðbein-
t*m, að hinn látni hafi hlotið alvarlegt höfuðhögg. Ekki sást, að nein að-
gerð hefði verið gerð á heila, og heilabúið hefir áreiðanlega aldrei verið
opnað.
Banameinið hefir verið lungnahjúgur, sem leitt hefir til köfmmar. Or-
sökin hefir sennilega verið sú, að maðurinn hefir verið að fá lungnabólgu,
sem hefir farið svo geyst af stað, að irdkill bjúgur í lungum hefir leitt til
köfnunar.“
•.., starfandi læknir í ... firði, segir á þessa leið í ódagsettu hréfi til
Sigurðar Ólasonar hrl.:
„Þér hafið farið þess á leit við mig, að ég skýrði frá þvi, hvort mér væri
kunnugt um, að J. heitinn G-son, . . . meistari, . . . í Kópavogi, hafi verið
flogaveikur eða hætt við að fá aðsvif sem drengur eða unglingur. Ég var
eð visu ekki læknir J. heitins á umræddu tímabili, heldur ..., sem nú er
látinn, eins og kunnugt er. Hins vegar þekkti ég J. heitinn mæta vel frá
barnsaldri, og hefi ég aldrei heyrt þess getið, að hann hafi verið haldinn
Oefndum kvillum á þessum árum. Mér er kunnugt um, að hann var sér-
lega röskur og hraustur unglingur. Styðst ég þar Hka við umsöng sona
^nna, sem unnu með J. að skátastörfum, og höfðu þeir samkomustað í
nokkur ár í húsi mínu. Vil ég líka taka það fram, að J. var sérstaklega
vandaður piltur til orðs og æðis, eins og hann átti kyn til.
Enn fremirr hafið þér mælzt til þess, að ég segði mitt persónulega álit
a þvi, hvort ég teldi líkur til þess, að veiki sú, er talin er, að hafi orsakazt
af slysi því, er hann varð fyrir í febr. 1952, hafi getað haft áhrif á dauða-
orsök þá, er réttarkrufningin greinir frá.
Eins og kemur fram í sjúkdómaskrám (joumal) J. heitins, er hann lá í
Bíkisspítalanum í Kaupmannahöfn, hefir hér verið um flogaveiki að ræða,
som tahn er standa í sambandi við umrætt slys (Epilepsia posttraumatica).
Samkvæmt réttarkrufningarskýrslunni er talið, að „banameinið hefir verið
lungnabjúgur, sem leitt hefir til köfnunar. Orsökin hefir sennilega verið
sui að maðurinn hefir verið að fá lungnabólgu, sem farið hefir svo geyst
af stað, að mikill bjúgur í lungum hefir leitt til köfnunar.“ Rétt áður í sömu
skýrslu er skýrt frá því, að fundizt hafi pneumokokkar í útstroki frá lunga.
Bráð lungnabólga (Pneumonia crouposa), sem nær ætáð orsakast af pneumo-
kokkiún, byrjar ævinlega með skyndilegri köldu (vegna skyndilegrar og
^^fkillar hækkunar á líkamshitanum). Margoft verður maður þess var við
snöggar og miklar hækkanir á líkamshita, að sjúklingurinn fær krampakast,
°ft mjög svæsið, þótt maður ekki viti til, að hann sé haldinn flogaveiki. Að