Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 207
— 205 —
1963
færi á herrni. Hafi hann hins vegar mætt henni raunverulega, t. d. á götu,
hefur harui forðazt hana, gengið úr vegi.
Tvívegis hefur hann þó látið til skarar skríða, en þá í bæði skiptin gegn
dauðum hlutum, í fyrra skiptið gegn bifreið föður stúlkunnar, sem hann
skemmdi þó nokkuð, en i siðara skiptið kveikti hann í húsi fjölskyldunnar
eða réttara sagt í áföstum geymsluskúr að húsabaki. Var stúlkan sjálf þá
erlendis með eiginmanni símun, og mun honum hafa verið vel kunnugt um
það. f þokuvitund drykkjimnar hugsaði A. ekkert um það, að mannskaði
gæti orðið af þessu tiltæki hans, en þarna er um gamalt timburhús að ræða
og eldfimt. Stórtjóni eigna tókst að forða og líftjóni.
Bréf, sem komst frá A. i gæzluvarðhaldinu eftir þetta tdltæki, bendir til
þess, að hann hafi litið lært af þessu og að hugur hans sé jafn undarlega
altekinn þessum þungu og fjandsamlegu hugsunum, a. m. k. undir niðri,
og það þótt ódrukkinn sé, svo að skynsemi eða rökhugsun komast þar hvergi
nærri að.
Áht mitt er því:
A. er hvorki fáviti, sennilega ekki geðvilltur, né augljóslega geðveikur,
en maður af gölluðu kyni, kleifhuga manngerð, fyrir losaralegt uppeldi,
sjálfhverfur og eigingjarn, sem fyrir áfall (sem þó verður ekki talið nema
það, sem menn geta mætt, — og standa flestir jafnréttir eftir) lendir úti
í vitahring, þar sem hann fer að drekka af þunglyndi og innilokaðri óvild,
en drykkjuskapurinn eyðileggur framtíðaráætlanir hans og einangrar hann
persónulega og félagslega, en það eykur enn á þungan huga hans og óvild,
og það einangrar hann aftur enn frekar. Við slíka áframhaldandi, óheilla
framvindu væri ástæða til að óttast um geðheilsu hans.
£g mundi að öllu athuguðu telja vafasamt, að maðurinn geti tahzt sak-
hæfur, sérstaklega í ljósi þess, að gera verður ráð fyrir þeim möguleika sem
tttjög sennilegum, að frekari þrengingar eða áföll af þessum sökum mundu
öll „færast á reikning“ stúlkunnar og ekki gera annað en magna fjarsteeðu-
kennda, allt að því sjúklega óvild hans í hennar garð.“
Málið er lagt fyrir lœknaráð á þá leiS,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spumingu:
Telur læknaráð andlegt ástand ákærðs, A. H-sonar, eins og Þórður Möller
yfirlæknir lýsir því í niðurlagi áhtsgjörðar sinnar, dagsettii 11. nóvember
1965, vera með þeim hætti, að það geti haft áhrif á sakhæfi hans?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráSs:
Læknaráð fellst á niðurstöður álitsgerðar Þórðar Möher.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 21. desember