Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 103
— 101 —
1963
á 102, og kom út á 82 eða 80,4%. Um aðrar ónæmisaðgerðir vísast til
viðeigandi taflna.
Rvík. Vegna bólusóttar, sem upp kom í Stokkhólmi, var að fyrirmæl-
um landlæknis haldið uppi eftirliti með fólki. sem kom frá Svíþjóð, frá
16. maí til 6. ágúst. Ýmsir starfsmannahópar voru bólusettir, og til-
mælum var beint til yfirlækna sjúkrahúsanna um að bólusetja starfs-
fólk þar. Síðari hluta ágústmánaðar komu upp nokkur tilfelli af bólu-
sótt í Póllandi, og með aðstoð útlendingaeftirlits og tollvarða var um
hríð fylgzt með skipum. sem þaðan komu.
Stykkishólms. Allar ónæmisaðgerðir eru framkvæmdar í venjulegum
viðtalstímum dag hvern, og virðist allgott lag á Trivax-bólusetningumog
bólusetningum gegn mænusótt, en fólk sækir miður kúabólusetningar,
enda þótt það eigi þess kost hvern virkan dag ársins.
Blönduós. Bólusettir gegn inflúenzu um 600 manns án komplikationa.
Hvort sem ber að þakka þessari bólusetningu eða öðru, þá varð ekki
vart við inflúenzu hér í héraðinu, nema ef verið gæti eitt og eitt tilfelli.
ólafsfj. Almenn kúabólusetning á smábörnum fór ekki fram á sl.
ári, og mun sennilega vera um að kenna tíðum læknaskiptum.
Akureyrar. Mörg hundruð manns voru bólusettir hér með inflúenzu-
bóluefni, og var sprautað tvisvar með 3—4 vikna millibili. Mér fannst
árangur góður, þar sem hægt var að gefa þetta bóluefni nægilega
snemma og gefa 2 sprautur, en væri aðeins gefin 1 sprauta, rétt áður
en sjúkdómsins varð vart, held ég, að þetta sé gagnslaust. Fjöldi fólks
lét kúabólusetja sig, þar eð bólusótt stakk sér niður á nokkrum stöðum
í Evrópu á árinu.
Breiðumýrar. Ég sprautaði með inflúenzubóluefni 778 manns, þar af
694 innanhéraðs, sem var meginhluti allra fullorðinna héraðsbúa, sem
heima voru. Ég get ekki séð, að neitt gagn hafi orðið að þeirri bólusetn-
ingu, og skal reyna að færa nokkur rök að þeirri skoðun minni. Á þeim
12 árum, sem ég hef verið hér, hafa aldrei verið skráð jafnmörg tilfelli
inflúenzu í sömu lotu og nú. Ekki er ástæða til að ætla, að meiri ná-
kvæmni hafi verið á skrásetningu hjá mér nú en í fyrri faröldrum. Á
hinn bóginn má geta þess, að 2 af 4 hreppum héraðsins sluppu nær alveg
við veikina, og er því sýkingartalan óvenjuhá í þeim sveitum, þar sem
flenzan gekk á annað borð. í héraðsskólanum að Laugum voru um 110
nemendur. Þeir voru sprautaðir að 2 undanteknum, og veiktist hvorugur
þeirra. Tæplega 80 nemendur fengu inflúenzu, og er það mjög svipuð
sýkingartala og verið hefur í inflúenzufaröldrum fyrri ára, þegar allir
yoru ósprautaðir, t. d. 1962. Nemendur voru allir sprautaðir sama dag-
inn, og þeir fyrstu veiktust 23 dögum seinna. Margir veiktust, og sumir
allmikið, af bólusetningunni. Því miður frétti ég ekki nægilega af þeim
veikindum né heldur skrásetti, hverjir veiktust af sprautunni og á
hvern hátt. En hér var um að ræða allt frá smávegis óþægingum í höfði
og hitaslæðingi upp í að fá beinverki, höfuðverk og almenna vanlíðan