Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 135
— 133 —
1963
^eitir nú Flókadeild Kleppsspítala. Bláa bandið starfrækir eftir sem
áður vistheimili að Víðinesi.
I. Dvalar- og dagheimili fyrir börn og unglinga.
Á Upptökuheimilinu í Elliðahvammi eru talin 8 rúm. I ársbyrjun
yoru þar 2 drengir. Á árinu komu 60, 33 drengir og 27 stúlkur, 59 fóru
a árinu, 32 drengir og 27 stúlkur, og 3 drengir voru eftir um áramót.
Dvalardagaí voru 2006 og meðaltal dvalardaga á vistmann 32,4.
Á Vistheimilinu í Breiðuvík teljast 16 rúm. Þar voru 6 drengir í árs-
byrjun, 14 komu á árinu, 5 fóru, og 15 voru eftir um áramót. Dvalar-
dagar voru 4516 og meðaltal dvalardaga á vistmann 225,8.
Rvík. Vöggustofan að Hlíðarenda var flutt í ný húsakynni, en húsið
var byggt að frumkvæði Thorvaldsensfélagsins. Jafnframt var gömlu
vöggustofunni breytt í dagvöggustofu fyrir 24 börn á aldrinum 3 mán-
aða til 2 ára. Rekstur hennar annast barnavinafélagið Sumargjöf. Fé-
lagið starfrækti 5 dagheimili, börn alls 587, dvalardagar 84959, og 7
leikskóla, börn alls 1394, dvalardagar 178101.
Rauði Kross Islands tók á móti 25 börnum að Silungapolli og 120 að
Laugarási í Biskupstungum. 1 barnaheimili Vorboðans í Rauðhólum
dvöldust 86 börn. í sumarheimili Hjálpræðishersins í Elliðakotslandi
í Mosfellssveit dvöldust 15 börn.
Barnaverndarnefnd hafði undir eftirliti í ársbyrjun 66 heimili með
230 börnum og í árslok 56 heimili með 194 börnum. Auk þess hafði
starfsfólk nefndarinnar skammvinnari afskipti af 25 heimilum öðrum.
Lá hafði nefndin til meðferðar mál 5 einstaklinga vegna afskipta þeirra
af börnum og unglingum. Nefndin fékk til meðferðar 11 hjónaskiln-
aðarmál vegna deilna um forræði barna. Gerði nefndin í því sambandi
tillögur um forræði 25 barna. Nefndin gerði og tillögur um forræði 3
annarra barna, sem deilt var um. Nefndin mælti með 29 ættleiðingum
a árinu. Nefndin útvegaði alls 218 börnum og unglingum dvalarstaði,
°g fóru 9 þeirra í fóstur á einkaheimili. Nefndin hafði afskipti af 305
börnum vegna samtals 425 brota. Hin háa tala brota fyrra árs stendur
að nokkru leyti í sambandi við það, að árið 1962 tók vistheimilið í
Breiðuvík ekki við drengjum um tíma vegna byggingaframkvæmda.
Börnin voru á aldrinum 7—16 ára, 253 piltar og 52 stúlkur. Brotin
v°ni sem hér segir: Skemmdir og spell 117 (hjá piltum 114, hjá stúlk-
Urn 3); hnupl og þjófnaður 111 (p. 103, s. 8); flakk og útivist 76 (p. 41,
s- 35); innbrot 41 (allt piltar); ölvun 24 (p. 15, s. 9); lauslæti og útivist
11 (allt stúlkur); meiðsl og hrekkir 6 (p. 3, s. 3); svik og falsanir 4
(P; 3, s. 1); ýmsir óknyttir 35 (p. 33, s. 2). Kvenlögreglan hafði af-
skipti af 76 stúlkum á aldrinum 13—18 ára, aðallega vegna útivistar,
lauslætis, þjófnaðar og áfengisneyzlu.
Akureyrar. Eins og undanfarið starfaði dagheimilið Pálmholt yfir