Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 211
— 209 —
1963
Við skoðun sést smáör á hægra gagnauga, en annars finnst ekkert sér-
stakt athugavert. Kraftar, sinaviðbrögð og koordination eðlileg.
Ekki þykir fullreynt enn, hvort slasaði muni ekki fá meiri hata en orðið
er, og treysti ég mér því ekki til að svo stöddu að meta varanlega örorku
hans af völdum nefnds slyss. Vildi stinga upp á, að hann kæmi aftur í
skoðun að hálfu ári liðnu.“
örorka slasaða var metin af . . ., starfandi lækni í Reykjavík, 3. mai
1956. Vottorð hans hljóðar svo að loknum inngangsorðum:
„Hann segist hafa, þann 16. nóv. 1954, orðið fyrir þvi slysi, að bíll ók
á hann, svo að hann féll í götuna. Hann missti þó ekki meðvitund, og var
hann fluttur heim til sín af slysstaðnum. Heimilislæknir hans, . . . [fyrr
nefndur sérfræðingur í handlækningum], gerði að meiðslum hans, en þau
voru sár á enni og marmeiðsli.
Ekkert vottorð liggur fyrir um ástand slasaða, er slysið vildi til, en mörg
frá heimilislækni um óstarfhæfi hans, án þess að getið sé um, á hvaða for-
sendum það byggist. Samkvæmt upplýsingum slasaða voru meiðslin:
1. Sár á hægri augabrún.
2. Mar á hægri öxl.
3. Mar á fæti og dofi í honum.
4. Smá mar víðs vegar og einkanlega á hægri hlið.
Slasaði segist hafa legið rúmfastur heima sem svarar í hálfan mánuð, og
var það einkum vegna svima, að hann treysti sér ekki til að fara í föt.
Einnig hafði hann slæman höfuðverk. Þegar hann fór að fylgja fötum,
vildi hvorki sviminn né höfuðverkurinn yfirgefa hann, svo að hann segist
hafa verið ófær til allrar vinnu fram á árið 1955. Vegna höfuðþrautanna
var hann lagður inn á Sólheima til þess að gera á honum heilablásningu
(encephalographia). Lá hann þar frá 14.—18. febrúar 1955. Segir slasaði,
að sér hafi orðið nokkuð um aðgerðina, og hafi hann legið rúmfastur í ca
hálfan mánuð á eftir.
Slasaði var undir hendi . . . [fyrr nefnds] sérfræðings í tauga- [og geð-]
sjúkdómmn. Samkvæmt vottorði hans, dags. 22. fehrúar 1955, var ekkert
sérstakt að sjá á röntgenmynd, er tekin var við heilablásninguna. Hins veg-
ar telur læknirinn, að mn afleiðingu af heilahristing (commotionis cerehri
sequ.) sé að ræða. Slasaði segist ekki hafa losnað við svimann fyrr en
undir áramótin síðustu, en höfuðverkjaköstin segir hann, að hafi verið áfram
og séu ennþá viðloðandi, þótt þau séu sjaldnar en var. Hann segist hafa
byrjað fulla vinnu um mánaðamótin sept. og okt. 1955.
SkoSun: Maður í meðalholdum, fremur þrekvaxinn. Framkoma hans hend-
ir nokkuð til þess, að hann sé haldinn taugasleni. Hægra megin á enni er
3 cm langt ör. Er það yfir ytra horni hægra auga, rétt við gagnaugað, og
er svo vel gróið, að það er vart greinanlegt. 1 andliti er ekkert annað að sjá.
Sjón telur hann sæmilega og óbreytta. Hann segist heyra verr með hægra
eyra, en samkvæmt vottorði eyrnalæknis hans, . .. [fyrr nefnds], dags.
31. marz 1955, var heymartap á þvi eyra fyrir slysið. Háls var eðlilegur.
27