Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 107
— 105 —
1963
B. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig
4650 börn, sem skýrslurnar ná til að þessu leyti, voru nærð eftir fæð-
inguna. Eru hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu ........................ 78,84%
Brjóst og pela fengu ..................... 15,87—
Pela fengu ............................... 5,29—
1 Reykjavík líta samsvarandi tölur þannig út:
Brjóst fengu ................................ 80,42%
Brjóst og pela fengu...................... 15,21—
Pela fengu ............................... 4,36—
Sjá ennfremur skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur bls. 126—
127.
Reykhóla. Þrátt fyrir prentaðar upplýsingar um meðferð ungbarna
virðist mér fæstar konur lesa þær sér til gagns. Pelinn er strax kominn
í spilið, og brjóstagjöfin rennur svo út í sandinn á y2—3 mánuðum.
Patreksfj. Er yfirleitt góð, og fylgist ljósmóðir með þeim fyrst eftir
fæðingu. Mjög sjaldgæft, að börn séu á brjósti lengur en mánaðartíma.
Flateyrar. Það heyrir til undantekninga, ef kona hefur barn á brjósti
lengur en 3 mánuði og flestar styttri tíma.
ólafsfj. Konur hafa yfirleitt börn á brjósti fyrstu vikurnar, en sjald-
an lengur en 4—6 vikur.
Akureyrar. Nærri öll börn fá brjóst eða brjóst og pela fyrst eftir
fæðingu. Heilsuverndarstöð Akureyrar annast eftirlit með öllum börn-
um á 1. aldursári. og er það í því fólgið, að hjúkrunarkona fer heim
til mæðranna ca. 6 sinnum á ári, ef ekkert sérstakt er athugavert við
börnin, en oftar, ef um börn er að ræða, sem eitthvað er að og illa þrífast.
Norður-Egilsstaða. Flestar konur hafa börn sín á brjósti fyrst í stað,
en of margar leita helzt til fljótt til pelans.
Austur-Egilsstaða. Allar konur hafa börn sín eitthvað á brjósti, sum-
ar allt að 6—8 mánuði.
Eskifj. Nokkuð vaxandi, að konur hafi börn á brjósti.
14