Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 215
vottorði mn kaupgreiðslur frá Landssimanum, fengið greidd latm eins og
eftirfarandi skýrsla sýnir:
Árið 1955 kr. 31.830.00
_ 1956 — 49.695.53
— 1957 — 10.474.00
Af þessu sést, að frávik frá störfum hafa aðallega átt sér stað á árinu
1957, enda fer hann þá alvarlega að reyna að ráða bót á veikindum sínum
og fer, að ráði [síðast nefnds] sérfræðings í taugasjúkdómum, ..., til próf.
E. Busch til rannsóknar. Dvelur slasaði í Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn
frá 24. júní — 6. júlí 1957. Þar var einungis gerður heilablástur (luften-
cephalografi), og telur slasaði, að slíkt hafi bætt líðan sína nokkuð, er frá
leið. Rannsókn leiddi aðeins í ljós lítið eitt vikkuð heilahólf: „et let dilateret
ventrikelsystem, hö. lidt mere dilateret end ve., rigelig convexitetsluft. ...
Hovedpinen var fuldstændig svimdet fá dage eftir pneumografien — for-
hábentligt vil denne bedring holde sig.“
Slasaði var svo, að ráði sérfræðings síns, í fullri hvíld, þar til viku af
október 1957. Vann þá að nýju fulla vinnu. Fékk síðan inflúenzu og var
frá vinnu í 1—2 vikur, en hóf síðan vinnu á ný. Hann segist stundum hafa
orðið að hætta störfum vegna þrauta í höfðinu og láti nærri, að hann missi
dag í hverri viku af þeim sökum. Á hinn bóginn telur . . . [síðast nefndur
sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum] í vottorði sínu, dags. 8. fehr. 1958,
að slasaði hafi með hálfsdagsvinnu haldið góðri heilsu.
Sko'Sun: Slasaði kemur alveg eðlilega fyrir. Skýrir vel frá gangi heilsu
sinnar. Lítur út heldur eldri en hann er.
Við höfuðið var ekki neitt að sjá. Hevmin er ekki alveg skörp, og vísast
til vottorðs . .. [fyrr nefnds sérfræðings í háls-, nef- og eymasjúkdómum],
er um getur í fyrra vottorði mínu. Háls og bolur var eðlilegur. Blóðbrýst-
ingurinn mældist 120/80. Hjartahljóð hrein og regluleg. Lungun eðlileg.
ör sést á miðhnu á kvið frá brjóstbeini að nafla eftir magaaðgerð 1952.
Annað ör neðst á kvið eftir botnlangauppskurð. Ekkert er sérlegt að sjá né
finna við skoðun á útlimum. Aðeins ber nokkuð á functionell einkennum,
eins og fram kom við fyrri skoðun mína og um getur í vottorði mínu, dags.
3. maí 1956.
Ályktun: Það er ljóst, að álitsgerð undirritaðs um batahorfur slasaða, eins
og þær vom settar fram í fyrri matsgerð, hafa ekki staðizt. Eftir þeim máls-
skjölmn, sem fyrir liggja, svo og frásögn slasaða, virðist mega ráða, að hinn
stiglækkandi skali á örorku slasaða, eins og hann er settur upp, sé réttur.
Á hinn bóginn verður að telja, að framhaldsörorka slasaða verði hæfilega
metin: