Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 138
berklasjúklinga og annað fólk, sem flest er öryrkjar af ýmsum ástæð-
um. Rekur ennfremur vinnuheimili að Reykjalundi í Mosfellssveit.
Siálfsbiörr/. Félag fatlaöra. Landssamband með deildum úti um land.
Vinnur að því að koma upp vinnustofum fyrir fatlaða.
Slysavarnafélag íslands. Landssamband með deildum úti um land.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Starfrækir æfingastöð að Sjafn-
argötu 14 og barnaheimili fyrir fötluð börn að Reykjadal í Mosfells-
sveit.
Styrktarfélag vangefinna. Starfrækir dagheimili fyrir vangefin
börn, Lyngás, að Safamýri 5 í Reykjavík.
Vernd. Gefur út ársritið Vernd. Starfrækir vistheimili að Stýri-
mannastíg 9 fyrir fyrrverandi refsifanga.
Vorboðinn. Sjálfstæð stofnun, sem á bak við standa verkakvenna-
félagið Framsókn og Mæðrafélagið. Starfrækir sumarheimili fyrir
börn í Rauðhólum.
L. Lyfjabúðareftirlit.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svolátandi grein fyrir eftirliti með
lyfjabúðum á árinu:
Fjöldi lyfjabuÖa. — Veiting lyfsöluleyfa.
Á árinu voru veitt 10 lyfsöluleyfi, þar af 4 til stofnunar nýrra lyfja-
búða, í Reykjavík (3) og Dalvík. Lyfsöluleyfi þessi voru veitt sem hér
segir:
Laugavegs Apótek. Veitt 20. apríl 1963 Oddi C. S. Thorarensen (f. 26.
apríl 1925). Kand. 1954, Kh. — Umsækjendur voru 6.
Húsavíkur Apótek. Veitt 8. maí 1963 Sigurði Jónssyni (f. 11. ágúst
1916). Kand. 1945, P. C. P. & S., Fíladelfía, Pa. — Umsækjendur voru 8.
Lyfsöluleyfi til að stofnsetja og reka lyfjabúð á Dalvík. Veitt 9.
maí 1963 Ingólfi Lorens Lilliendahl (f. 27. júní 1931). Kand.
1955, Kh. — Enginn annar sótti um lyfsöluleyfi þetta. Lyfsali hóf
rekstur lyfjabúðarinnar 1. september s. á. undir heitinu Dalvíkur
Apótek.
Akureyrar Apótek. Veitt 22. júní 1963 Oddi C. 0. Thorarensen (f. 13.
nóvember 1929). Kand. 1960, Kh. — Umsækjendur voru 4.
Lyfsöluleyfi til að stofnsetja og reka lyfjabúð í Hálogalandshverfi
í Reykjavík. Veitt 22. júní 1963 Helga Hálfdanarsyni (f. 14. ágúst
1911). Kand 1939, Kh. — Umsækjendur voru 10. Lyfsala hefur nýlega
(júlí 1966) verið gefinn kostur á lóð fyrir lyfjabúð þessa á horni
Gnoðarvogs og Dalbrautar.
Lyfsöluleyfi til að stofnsetja og reka lyfjabúð í Hvassaleitishverfi
í Reykjavík. Veitt 22. júní 1963 Andrési Hafliða Guðmundssyni (f. 10.
júlí 1922). Kand. 1950, Kh. — Umsækjendur voru 10. Lyfjabúð þessi
mun verða til húsa í verzlunarkj arna, sem verið er að reisa vestan Háa-
leitisbrautar, sunnan Miklubrautar.