Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 99
— 97 —
1963
sjúklinga og 4 deyfilyfjaneytendur (einnig utan Reykjavíkur). Þó að
tölur þessar séu birtar að gamalli venju, gefa þær enga hugmynd um
raunverulega tíðni þessara sjúkdóma.
E. Atvinnusjúkdómar.
Töflur XV, XVI.
Með atvinnusjúkdóma er talinn 21 karl, en engin kona.
Rvík. Tilkynning barst um blýeitrun hjá manni, sem unnið
hafði við framleiðslu rafgeyma síðan í byrjun september 1962.
Um miðjan desember sama ár fór að bera á verkjaköstum í
kviðarholi, og hægðir urðu tregar. Maðurinn vann áfram til ára-
móta, án þess að vitað væri um eðli sjúkdómsins. I lok janúar
fann læknir hans blýsaum við neðri tanngarð, og blóðrannsókn
sýndi aukningu á basófíl púnkteringum. Eftir fárra daga lyfja-
Höf (tabl. versenate) varð sjúklingurinn verkjalaus, og í lok
í'ebrúar var blýsaumurinn horfinn. 1 marzmánuði bárust kvartanir frá
dúklagningamönnum, sem vinna með vissar tegundir af dúkalími. Þeir
kváðust fá útbrot á húð og óþægindi frá taugum, hjarta og maga.
Skoðun og rannsókn á blóði og þvagi leiddi ekkert sérstakt í ljós, en
líklegt var talið, að ofangreind einkenni hafi stafað frá efnum í líminu,
°g voru mennirnir áminntir um að gæta varúðar í meðferð þess, sjá
fyrir góðri loftræstingu og helzt að hafa hanzka á höndum við vinn-
una. Grunur leikur á, að maður hafi fengið hitaköst af tineitrun eftir
vinnu við tinhúðun. Brýnt var fyrir honum að gæta varúðar við slíka
vmnu eftirleiðis. Starfsmenn í prentsmiðjum og rafgeymagerðum voru
teknir til rannsóknar í því skyni að leita að merkjum um blýeitrun. Við
þá rannsókn fundust auknar basófíl púnkteringar í blóði fjögurra
starfsmanna við rafgeymagerð, og hjá tveimur þeirra fundust einnig
aukin uro- og koproporfyrin í þvagi. Enginn þessara manna hafði nein
einkenni önnur, sem bent gætu til blýeitrunar, svo að ekki þótti ástæða
lyfjameðferðar, heldur voru mennirnir áminntir um að gæta sér-
stakrar varúðar við vinnu sína.
Reykhóla. Heymæði hafa a. m. k. 5 karlmenn. “Carpal-tunnel-syn-
drome“ er algengt hjá mjaltafólki.
GrenivíJcur. Til eru bændur, sem illa þola heyryk.
Þórshafnar. Heymæði hreint ekki fátíð meðal bænda.
Austur-Egilsstaða. Ekki er úr vegi að kalla heymæði bændanna og
þeirra fólks atvinnusj úkdóm, svo algengur sem sá kvilli er, en að vísu
Mloft á lágu stigi.
Kirkjubæjar. Nokkuð bar á heymæði hjá yngri mönnum, sem ekki
höfðu kennt þess sjúkdóms áður.
13