Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 188
1963
— 186 —
var sendur hingað vegna hryggjarbrots. Þann 2. sama mán. hafði sjukl.
verið við vinnu sína á varðskipi, hafði þá slitnað dráttarvir og lent á kvið
sjúkl., en síðan kastaðist hann á öldustokk skipsins, fann til mikils sársauka
í baki, gat ekki staðið á fætur hjálparlaust. Farið var með sjúkl. rakleitt til
Siglufjarðar, og lá hann þar í sjúkrahúsinu í 10 daga. Sjúkl. hefur verið
frá vinnu síðan, lá heima í 3 daga, en hefur síðan verið á róli að sögn. Hann
segist vera óþægindalítill, nema þegar hann hreyfir hakið mikið.
Sjúkl. er 18 ára piltur í góðum holdum. Hann svarar skýrt og greinilega,
er ekki kvalinn að sjá. Göngulag er eðlilegt. Brjóst er eðlilegt, hreyfist jafnt
við öndun. Hjartsláttur reglulegur 72/mín. Blóðþrýstingur 130/80. Hlust-
un á lungum og hjarta eðlileg. Kviður er eðlilegur, mjúkur og eymslalaus.
Bak er eðlilegt að sjá, hreyfingar sýnast fullar í allar áttir, en dálítil þrýst-
ingseymsli eru yfir hrvggtindum á III. og IV. lendalið.
Röntgenm^mdir, teknar á Landspítalanum 17. ágúst 1961, sýna: „L III.
er brotinn og comprimeraður, og má fylgja brotlínu condensation þvert í
gegnum corpus dálítið ofanvert, og kemur þar fram stallmyndun. Corpus
mælist að framan 2,5 cm, en næsta corpus fyrir ofan 3 cm og neðan 3,5.
Profilmyndin sýnir applanatio á hryggnmn og væga sinistroconvex scoliosis
á þessu svæði. Annars staðar í hryggnum sést ekkert athugavert.
R. diagn.: Fractura colmnnae lumbalis.“
Þ. 30. ágúst var steyptur gipsbolur á sjúkling, og fór hann úr spítalan-
um þ. 7. september. Hafði hann þá verið á fótum í gipsbolnum, og fór bol-
urinn vel.
Ég sá sjúkling síðast þ. 25. febrúar 1963. Segist hann hafa byrjað aftur
á sjómennsku í febrúar 1962. Hann segist fá þreytuverk í bak eftir nokk-
urra klukkustunda vinnu, en ekki hafa önnur óþægindi frá baki. Skoðun
sýnir eðlilegt bak, fullar hreyfingar, engin eymsli. Sjúkl. nær með fingrum
niður að gólfi, þegar hann beygir sig áfram með bein hné. Engin eymsli eru
heldur á hryggjarvöðvum.
Röntgenskoðun í Landakotsspítala 5. jan. 1963 sýnir, að III. lendaliður er
svolítið fleygmyndaður og lægri að framan heldur en á að vera. F.kki sést
annað athugavert við þann lið, beingerðin sýnist eðlileg, svo og liðþófar
ofan og neðan liðsins. Lendahrvggur er svolítið beinni en venja er til, og
þessi hryggjarliður sýnist örlítið lægri öðrum megin. Annað sést ekki at-
hugavert við röntgenskoðtm.
Hér er um að ræða tvítugan pilt, sem varð fyrir slysi fyrír hartnær
tveimur árum og brotnaði III. lendaliður. Hann segist enn þreytast í baki
við erfiði og væntanlega fyrr en áður var. Hann hefur engar aðrar kvart-
anir frá baki. Við skoðun á baki finnst ekkert óeðlilegt, og röntgenskoðun
sýnir vel gróinn III. lendalið.“
Maðurínn kom til viðtals hjá undirrituðum 26. ágúst 1963. Hann skýrir
frá slysinu og meðferð, eins og lýst hefur verið, og kveðst hafa verið óvinnu-
fær þar til í febrúar 1962. Hefur síðan verið ýmist á varðskipum eða flutn-
nagaskipum, en kveðst, síðan slysið varð, þola illa alla áreynslu og vera