Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 205
— 203
7963
ekkert, hvað hann er að segja. Eru þessi gífuryrði í miklu ósamræmi við
framkomu A., því þegar það hefur komið fyrir, að hann hafi mætt Á. á föm-
um vegi, hefur han yfirileitt ekki gert annað en að ganga úr vegi fyrir
henni, forðast hana.
Framangreint hréf bendir þó mjög til þess, að þessar hefndar- og haturs-
fullu hugsanir komist oftar að en þegar A. er drukkinn. Bréfið er að ýmsu
eðlilegt, fjallar um tiltölulega hversdagslega hluti, en þó gætir töluverðrar
óskhyggju, þar sem fjallað er um horfur hans sjálfs í þessu máli. En svo
þegar „talið“ herst að stúlkunni, kveður strax við annan tón, eins og öll
skynsemi og rökhugsun sé rokin út í veður og vind og bréfritarinn „sjái
rautt“.
A. hefur ekki annað um þetta hréf að segja en, að hann hafi verið sár
og reiður, þegar hann skrifaði það. Má þá segja, að þessi viðhrögð hans séu
mjög í samræmi við vissar niðurstöður, sem komizt er að í sálfræðilegum
prófunum, sem greint er frá hér á eftir.
Heilarit, tekið 14. sept. 1965, bendir ekki til neinna truflana á heilastarf-
seminni, þeirra er mældar verða með þessari aðferð.
f viðtali kemur A. að ýmsu eðlilega fyrir, hann er áttaður á stað og stund
og gerir vel grein fyrir sér, en hann er mjög innhverfur og sjálfhverfur og
reyndar mjög á verði. Hann virðist hins vegar hetiu- en í meðallagi gefinn.
Allur hugsanagangur hans og öll afstaða miðast við sjálfan hann, eigin hag
og sjónarmið. Þegar honum er bent á hliðar á málinu, sem virðast liggja
mjög beint við, í augum uppi, verður hann hissa, honum hefur aldrei dottið
í hug að líta á málið frá því sjónarmiði. Hann virðist taka hugsanir sínar,
hversu fráleitar sem þær kunna að vera, sem góða og gilda vöru, t. d. haturs-
fullar hugsanir og afstöðu í garð fyrrverandi „unnustu11, og jafnvel hefnd-
arþorsta. þótt það séu að mestu óvirkar (passiv) hugsanir, og þetta allt gagn-
vart stúlku, sem varð það á að sjá sig um hönd 16 ára gömul og snúa við
honum bakinu, hugsanlega að einhverju eða verulegu leyti af þvi, að vitað
var, að hann átti þá von á hami með annarri stúlku, skólasystur sinni. Finnst
honum þessar hugsanir sínar a. m. k. rökrétt afleiðing af því, sem hann hef-
ur mætt. Er þvi e. t. v. ekki nema von, að sérstaklega aðspurður neiti hann
því að hafa nokkrar áhyggjur af þessum hugsunum og reyndar af sér og
sínum viðbrögðum yfirleitt. Hann kveðst þó sjá eftir þessum tiltækjum
sínum (,,refsiaðgerðunum“), en fyrst og fremst vegna þess, að þær séu
neikvæðar fyrir sig. önnur augljósari einkenni um geðtmflun komu ekki
fram hjá honum. Sálfræðileg próf (. . . sálfræðingur) vom gerð á honum
til þess að fá frekara ljós yfir að líkindum flókna og óvenjulega persónu-
gerð. Niðurstöður þeirra benda á, að þó að A. sé eðlilegur og fágaður í
framkomu alla jafnan og áreitnislaus, þá sé margt, sem bendi til íbúandi
truflana undir niðri, sem líklegar séu til að brjótast fram með óeðlilegri
árásarhneigð (aggressivitet) við geðshræringu, en hann jafni sig fljótt aftur.
Viðhorf til annarra sé neikvætt og hann viðkvæmur, kvíðinn og tortrygginn.
Einnig em taldar líkur til þess, að við geðshræringar traflist raimvemleika-