Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 157
Á vegum skólayfirlæknisembættisins hafa nú verið gerðar töflur um
hæð og þyngd skólabama í Reykjavík. Sérfræðilegur ráðunautur við
undirbúning var Guðjón Hansen tryggingafræðingur, og annaðist hann
alla útreikninga og uppsetningu taflna og línurita. Undirbúningsvinna
yar unnin af skólayfirlækni með nauðsynlegri aðstoð. Hér fer á eftir
greinargerð Guðjóns Hansen, svo og töflurnar og línuritin:
Ætlunin var, að athugunin tæki til mælinga, sem framkvæmdar voru
í barna- og gagnfræðaskólum Reykjavíkur haustið 1964, og skyldi mið-
að við úrtak, er næmi helmingi mælinga í hverjum árgangi. Raunin
varð hins vegar sú, að mikið vantaði á, að mælingar hefðu verið fram-
kvsemdar í öllum framhaldsskólum, svo að óskað var eftir að fá mæl-
iugar framkvæmdar haustið 1965 í þeim skólum, sem ekki höfðu tölur
frá haustinu 1964. Skólayfirlæknir taldi vafasamt, að hinar umbeðnu
tölur 1965 mundu fást, og voru því allar mælingar í framhaldsskólum
1964 teknar með í athugunina, en síðan bættust við mælingar 1965, sem
heðið hafði verið um.
Jafnan eru nokkrir nemendur fjarverandi, er mælingar fara fram,
°g virðist ekki gerð gangskör að því að fá mælingu á þeim síðar.
Mælingar eru framkvæmdar að hausti, og oft er dagsetning tilgreind,
en ella hefur verið gert ráð fyrir, að mælingar hafi átt sér stað 15. októ-
ber. Börnum var skipt eftir kyni og aldri, 7 til 16 ára. Miðað var við
íullan aldur, er mæling fór fram. Þau börn, sem ekki höfðu náð 7 ára
aldri, voru því ekki tekin með. Alls tekur athugunin til 4319 drengja
°S 4341 stúlku.
Ójöfn aldursskipting innan hvers árgangs getur haft dálítil áhrif
á meðalhæð og meðalþyngd árgangsins, og á hún sér eftirfarandi
°nsakir:
1. Mismunandi fjöldi fæðinga eftir árstíma.
2. Fjölgun fæðinga á undanförnum árum (1948—1957).
3. Elzti árgangurinn er „stýfður", þar eð þeir, sem ná 17 ára aldri
fyrir lok mælingaársins, eru yfirleitt horfnir úr skóla.
4. 1 elztu árgöngum hættir allstór hundraðshluti nemenda að sækja
skóla þá, sem hér um ræðir.
5. Samkvæmt framanrituðu hefur úrtaksrannsókn verið notuð við
mestan hluta 12 ára árgangsins, en ekki við elzta hluta hans (sem
kominn er í gagnfræðaskóla).