Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 196
1963
— 194 —
yfir columnella. Hinir mjúku vefir og húðin voru aðskilin frá hliðarnef-
beinum, táragangsbeinum og processus maxillaris frambeinanna begg]a
vegna. Hliðarnefbeinin voru síðan skilin utan frá og inn á við með litlum
bognum sögum gegnum hinn upprunalega skurð, en eigi var farið inn í
slímhúðina, sem þekur nefið innanvert. H. hhðamefbeininu hafði verið þrýst
undir vinstra nefbeinið og viðfest, og var það skilið með beittum meith
án þess að fara inn í nefholið og gegnum hinn upprunalega skurð. H. hliðar-
nefbeininu var síðan lyft, nefið lagfært og sett í spelkur.
Að skurðaðgerðinni aflokinni var auðvelt að koma framsinuskanna
(sondu) inn í framsinus, sem var alveg lokaður, áður en aðgerðin var fram-
kvæmd.
Ég ætla, að hann verði hér enn í þrjár vikur. Auk lýtisins mtmdi haxm
hafa átt i miklum erfiðleikum með framsinus vegna afleiðinga lokunar
ganganna frá nefi upp í ennisholur, og álít ég, að skurðaðgerð þessi hafi
verið bráðnauðsynleg.
Ég áætla samanlagðan kostnað við skurðaðgerð, þar með talin laun lækna
og sjúkrahússgjöld, um £200.“
4. Vottorð sama læknis, dags. 1. júní 1959, einnig í þýðingu Hilmars
Foss, svohljóðandi:
„Ég sá sjúkling þennan á n}r 13. maí 1959. Þér munuð minnast þess, að
ég framkvæmdi h. framsinus skurðaðgerð fyrir hann í janúar s.l............
Röntgenmynd af sinusum sýndi talsverð ský á hægri framsinus, h. ethmoi-
dahs og h. antrum, og gat ég ekki komið framsinus-kanna (sondu) inn í
hægri framsinus, með því alveg var lokað fyrir göngin frá nefi upp í ennis-
holur þar megin vegna afleiðinga slyssins, og það var aðeins tímaspmsmál,
hvenær hann mundi þarfnast annarrar ytri skurðaðgerðar i framsinus eða
fá abcess í ennislappa heilans eða heilahimnubólgu.
Að aflokinni venjulegri hjartarannsókn, athugun á lungum, nýmastarf-
semi o. fl., framkvæmdi ég hinn 15. þ. m. (sic: þýð.) skmðaðgerð til að
lagfæra ytra nefið með sérstakri (hypotensive) svæfingu. Skorið var gegn-
um húðina yfir columnella. Hinir mjúku vefir og húðin voru aðskihn frá
hliðarnefbeinum, táragangsbeinum og processus maxillarus frambeinanna
beggja vegna. Hliðamefbeinin vom síðan skilin utan frá og inn á við með
htlum bognum sögum gegnum hinn upprunalega skmð, en eigi var farið
irm í slímhúðina, sem þekm nefið innanvert. Hægra hliðamefbeininu hafði
verið þrýst undir vinstra nefbeinið og viðfest, og var það skihð með beittum
meitli án þess að fara inn í nefholið og gegnum hinn upprunalega skurð.
Vinstra hliðarbeinið var síðan sorfið, til að hægt væri að staðsetja nákvæm-
lega. Hægra hliðai'beininu var siðan lyft og nefið lagfært og sett í spelkur. Að
skmðaðgerðinni aflokinni var hægt að komt framsinus-kanna inn i hægri
framsinus vandræðalaust.
Aftmbati hans hefur verið tíðindalítill, og önnm röntgenmynd af sinus-
um hans, sem tekin var 30. maí 1959, sýnir, að framsinus er nú eðlilega
gegnsær. Hann hefm ekki haft höfuðverk aftm, og hann var sendm heim