Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 204
1963
— 202 —
áfram stundum, en drekkur þess á milli á hinum og þessum „börum“. Vinir
og kunningjar hafa mjög týnt tölunni.
Stundum hefur hvarflað að A., að hann jrði að hætta þessu, ekki vegna
þess að það væri ósæmandi, varhugavert, heilsuspillandi o. s. frv., heldur
ofur einfaldlega af fjárhagsástæðum. Þær ástæður hafa þó ekki reynzt
svo knýjandi, að hann hafi nokkum tíma gert tilraun til þess að koma neinu
slíku í verk. Segir hann það þó helzt nú, að hann sé farinn að horfast í augu
við, að við svo búið megi alls ekki standa.
Síðan leiðir skildu með honum og Á., hefur hann vart getað um axmað
hugsað, er helzt á honum að skilja. Ást hefin- snúizt upp í hatur, og homnn
þykir sem stúlkan hafi eyðilagt allt sitt líf. Þegar hann lítur til haka yfir
5 síðustu árin, finnst honum hann hafa breytzt mikið, en hins vegar þykir
honum vera samhengi í þvi öllu, skiljanlegt og fyrir honum augljóst, rök-
rænt samband milli orsakar og afleiðingar.
Óvild þessi eða hatur hefur líka heinzt að fjölskyldu Á. Hefur þetta tvi-
vegis brotizt út í athöfn, í hæði skiptin þegar A. er drukkinn. 1 fyrra skipt-
ið risti hann sundur hjólbarða á hifreið föður hennar og skar á rafmagns-
leiðslur inni í bifreiðinni. Fannst A. í bifreiðinni við þessa iðju. Var þá
eins og hann rankaði við sér og sagði: „Þetta er nú það vitlausasta, sem ég
hef gert um ævina,“ eða í þá átt. Síðara skiptið er það, sem þessi geðrann-
sókn er sprottin af, þegar A. kveikti í geymsluskúr hak við húsið að . .. götu
. ., en þar býr fjölskylda Á. Var A. þá alldrukkinn og minni hans um at-
burðarásina mjög slitrótt, að því er hann segir og sennilega réttilega. Er
honrnn fyllilega ljóst, að hér er um refsivert athæfi að ræða, og hefði það
getað orðið að miklu tjóni, jafnvel lífsháska. Þykir honum miklu miður,
að þetta skuli hafa komið fyrir, en það kemur skýrt fram hjá honum, að
það mat er fyrst og fremst frá sjónarmiði eigin hagsmuna, því að hann lítur
réttilega svo á, að þetta hafi orðið eingöngu neikvætt fyrir hann sjálfan.
Um tilganginn með þessum verknaði treystir hann sér ekki almennilega
til að fullyrða, en segir, að það hafi sjálfsagt verið til þess að hræða.
Einstök atriði málsins er ekki ástæða til að rekja hér, og vísast í málsskjöl
um það efni. Daginn eftir íkveikjuna var hann settur í gæzluvarðhald, og
hefur rannsóknin upplýst málið að mestu í einstökum atriðum, en hann get-
ur engu bætt við það, sem þegar er fullkunnugt. f gæzluvarðhaldinu komst
frá honum bréf til frændkonu hans, sem hins vegar þorði ekki að halda
því. Komst það svo með nokkrum milliliðum í hendm- sakadóms.
Áður hefur það oft komið fyrir, að A. hafi drukkinn haft í frammi verstu
illyrði um fjölskyldu Á. og hana sjálfa og lýst því með hinni óskemmtileg-
ustu útmálun, hvemig hann ætlaði að fara með hana, ef hann næði til
hennar. Hefur orðalag á þessum lýsingum verið svo gífuryrt, að það eitt
hefur næstum gert það að verkum, að ekki hefur verið hægt að taka þessar
hótanir meira en svo alvarlega: „Stinga úr henni augun“, „skera á allar
hásinar“, „flá hana með hnif“, svo nefndar séu helztu setningamar, sem
hafðar em eftir. Hefur þetta verið tekið sem drykkjuraus manns, sem veit