Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 186
1963
— 184 —
Það hefur verið staðfest með vefjarannsókn á huð þeirri, er tekin var af
handarbaki, er skinnflutningur var gerður á Landspítala 1958, að breyting-
ar sáust, sem sérkennandi eru fyrir húð, sem orðið hefur fyrir verkunum
af röntgengeislum.
Allar líkur henda þvi til þess, að sár það, er maðurinn fékk á höndina
1933 og ekki greri í 20 ár, hafi verið sár vegna röntgenbruna.
Það verður að telja, að maðurinn hafi hlotið varanlega örorku vegna
þeirrar röntgenmeðferðar, er hann fékk á árunum 1927 til 1932, en ekki
verður séð, að afleiðingar röntgenmeðferðarinnar komi örugglega í ljós fyrr
en á árinu 1933, og er því eðlilegt að reikna örorku hans frá þeim tíma.
Varanlega örorku hans frá 1933 til 1950 tel ég hæfilega metna 10%, en
frá 1951 til 1960 15%. Fyrir dvöl á sjúkrahúsum árin 1952, 1958 og 1960
tel ég eðlilegt að meta stiglækkandi örorku þannig:
1 5 mánuði 100% örorka
- 3 — 75% —
- 6 — 50% —
- 6 — 25% —
en siðan það örorkustig, er fyrr greinir.
Frá 1. júlí 1960 tel ég varanlega örorku hans hæfilega metna 25%, og
tel ég líklegt, að það verði framtíðarörorka hans vegna röntgenbrunans."
Málið er lagt fyrir lœknaráS á þá leiS,
að beiðzt er umsagnar um eftirfarandi atriði:
1. Er það sennileg afleiðing geislameðferðar á árunum 1927—1932 (incl),
að G. P-son fékk sár á hægra handarbak á árinu 1933, sem varð svo
„kroniskt“ og endaði með þvi, að vísifingur hægri handar ásamt hluta
af miðhandarbeini var numinn hurt á árinu 1958?
2. Álítur læknaráð, ef svar við fyrstu spumingunni er jákvætt, að geisla-
magn hafi verið of mikið, eigi hafi átt að nota geislameðferð við sjúk-
dóm þann, er G. P-son gekk með, galli hafi verið á tækjum þeim eða
útbúnaði, sem notaður var, eða jafnvel um tvö eða öll þessi atriði hafi
verið að ræða?
3. Telur læknaráð, að samhengi sé milli líkamlegs ástands G. P-sonar
undanfarin 30 ár og andlegs ástands hans nú og hann geti því verið
meira en 25% (sem er metin varanleg líkamleg örorka) öryrki, hvað
vinnugetu snertir, og hve mikla örorku álítur læknaráð þá vera um að
ræða?
Tillaga réttarmáladeildar um