Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 219
— 217 —
1963
Málið er lagt fyrir lœknaráð á þá leiS,
að beiðzt er umsagnar um eftirfarandi atriði:
1. Fellst læknaráð á mat . .. [fyrr nefnds starfandi] læknis frá 29 maí
1958 og mat . .. [fyrr nefnds tryggingalæknis] frá 11. febrúar 1965
á örorku stefnanda af völdum slyss þess, sem hann varð fyrir hinn
16. nóvember 1954? Ef ekki, hver telst þá hæfilega metin örorka stefn-
anda af þess völdum?
2. Hvenær mátti fyrst sjá fyrir þá örorku stefnanda af völdum slyssins,
sem læknaráð metur hæfilega?
3. Ef eigi er talið fært að kveða á um síðast greint atriði, er óskað eftir
áliti læknaráðs um það, hvort telja megi sennilegt, að sjá hafi mátt
fyrir þessar afleiðingar slyssins, er stefnandi samdi við réttargæzlu-
stefnda um greiðslu skaðabóta í septembermánuði 1956?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1. Læknaráð fellst á örorkumat ... [fyrr nefnds starfandi] læknis
frá 29. maí 1958 og örorkumat ... [fyrr nefnds tryggingalæknis] frá 11.
febrúar 1965.
Ad 2. Af gögnum málsins verður ekki með vissu ráðið, hvenær fyrst
hefði mátt sjá fyrir örorku stefnanda af völdum slyssins.
Ad 3. Nei.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 28. desember
1965, staðfest af forseta og ritara 29. s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 19. april 1966 var stefndu, Olíuverzlun
Islands h.f., gert að greiða stefnanda, S. Þ-syni, kr. 102.157,22 með vöxtum frá 20. april
1955 til greiðsludags og kr. 18.750,00 í málskostnað.
Áður en dómur gekk, hafði stefndi fengið greiddar kr. 2.520,00 frá Sjúkrasamlagi Reykja-
víkur og kr. 25.303,15 frá stefnda.
Fébótaábyrgð var skipt þannig, að stefndi var látinn bera % hluta, en stefnandi % hluta.
28