Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 95
93 —
1963
þessi hafa á sér farsóttarsnið. Sviminn kom snögglega, fylgdi oftast ein-
hver höfuðverkur, sem var þó ekki áberandi sár. Ógleði og uppköst.
Hiti 37,5—38 stig fyrsta daginn, en annars eðlilegur. Nystagmus, ým-
ist unilateral eða bilateral. Nokkrir kvörtuðu um beinverki, en aðrir
ekki. Sviminn stóð 4—7 daga, en gamalt fólk var nokkrar vikur að ná
sér. Á tveim heimilum veiktust tveir samtímis með þessum einkennum.
B. Aðrir næmir sjúkdómar.
Töflur V, VJ, VII, 1—4, VIII, IX og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Gonorrh. 4,76 442 283 187 144 98 189 240 238 122
Syphilis 7 11 22 5 18 11 15 4 3 13
Ulcus vener. „ 4 tt 1 tt 1 1 1 tt tt
Skýrsla kynsjúkdómalæknis ríkisins.
Sjá skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, bls. 128.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur VIII, IX og XI.
Eftir berklabókum (sjúJcl. í árslok):
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Tbc. pulm. 752 736 669 614 501 402 330 282 257 227
Tbc. al. loc. 130 88 88 109 104 93 88 69 81 70
Alls 882 824 757 723 605 495 418 351 338 297
Uánir io 4 13 7 6 8 5 2 5 3
, Skýrslur um berklapróf bárust ekki úr Kleppjárnsreykja, Súða-
víkur, Djúpavíkur, Hvammstanga, Raufarhafnar, Vopnafjarðar, Bakka-
Serðis, Nes, Kirkjubæjar og Hveragerðis. I yfirliti því, sem hér fer
a eftir, er greint frá berklaprófum á 30443 manns. Skiptist sá hópur
eftir aldri og útkomu sem hér segir:
7—12 ára 20587, þar af jákvæðir 400 eða 1,9%
13—20 ára 9856, þar af jákvæðir 453 eða 4,6%
Niðurstöðum berklaprófa á börnum innan skólaaldurs og fólki eldra
en 20 ára er sleppt, þar sem um er að ræða svo fámenna hópa, að engin
alyktun yrði dregin af prófunum.