Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 190
1963
— 188 —
Málsatvik eru þessi:
Aðfaranótt föstudagsins 13. september 1963, laust eftir kl. 1, var ákærða
í máli þessu, B. B-dóttir, . .., f. . . janúar 1913, stöðvuð af lögreglunni, þar
sem hún var að aka bifreiðinni R . . . eftir Skipholti í Reykjavik. Þar sem
grunur lék á, að B. væri undir áhrifum áfengis, var hún flutt í Slysavarð-
stofuna, þar sem . . . cand. med. tók úr henni blóðsýnishom, sem merkt
var nr. 389. Samkvæmt vottorði Rannsóknarstofu próf. Jóns Steffensen,
dags. 18. sept. 1964, undirrituðu af Bjama Konráðssyni, sérfræðingi í lækn-
ingarannsóknum, fundust í blóðinu „reducerandi efni, er samsvara 0,61%e
af alkóhóli (0,50—0,73%e)“.
Aðfaranótt sunnudagsins 19. janúar 1964, kl. 2.35, var ákærða á ný stöðv-
uð af lögreglunni við akstur sömu bifreiðar og á sömu götu og að framan
greinir. Gmnur lék á, að konan væri undir áhrifum áfengis, og var hún
því flutt í Slysavarðstofu, þar sem . . . [læknir] tók úr henni blóðsýnishom,
sem merkt var nr. 30. Samkvæmt vottorði Rannsóknarstofu próf. Jóns
Steffensen, dags. 21. jan. 1965, undirrituðu af fyrr nefndum Bjarna Konráðs-
syni, fimdust í blóðinu „reducerandi efni, er samsvara 0,66%o af alkóhóli
(0,59—0,73%o)“.
Hinn 19. marz 1965 ritaði saksóknari ríkisins prófessor Jóni Steffensen
bréf, þar sem hann beiðist svars við eftirfarandi spumingum:
1. Hve mörg /o vínandamagns í blóði manns þarf að draga frá þvi vín-
andamagni, sem rannsókn leiðir í ljós, til þess að örugglega sé fundið það
vínandamagn, sem stafar af áfengisneyzlu, og sé þá m. a. tekið tílht til
venjulegrar mælingaskekkju?
2. Sé það svo, að vissar %0 þurfi að draga frá samkvæmt 1. spumingu,
frá hvaða tölu rannsóknarúrlausnarinnar á þá að draga, til þess að ömgg
úrlausn fáist, ef rannsökuð hafa verið fleiri en eitt sýnishom, tekin í sama
skipti, eða sýnishomi hefur verið skipt og hlutar þess rannsakaðir hver fyrii'
sig? Þarf þá að draga frá meðaltalinu eða frá þeirri lægstu %o, sem fundizt
hefur við rannsóknina?
3. Hvað teljið þér, þegar tekið hefur verið tillit til, ákærðu í hag, þeirra
atriða, sem spumingar 1 og 2 fela í sér, að ömgglega hafi verið mörg fo
vinanda í blóði ákærðu í þeim tilvikum, sem málið snýst um?“
Prófessorinn svarar spumingunum á þessa leið í bréfi, dags. 15. apríl
1965:
„Svar við 1. spumingu: Ef um heilbrigðan mann er að ræða, þarf að
draga 0.10%o frá útkomunni, sem rannsóknarstofan lætur í té, og er meðaltal
tveggja mælinga á sama blóðsýnishomi til þess að tryggja það, að vínanda-
magnið í blóðinu hafi ekki verið minna en sem svari þeirri tölu, er þá fæst.
Svar við 2. spuraingu: 0,10%e eiga að dragast frá meðaltalsútkomunni.
Svar við 3. spumingu: Svar við þessari spumingu felst í svömnum við
1. og 2. spumingu, þ. e. a. s. í blóðsýnishomi nr. 389 0,51 %o og í nr. 30
0,56%o af vínanda, sé um heilbrigða manneskju að ræða.
Að lokum vil ég taka þetta fram: Það er verið að tryggja hag sakbomings