Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 66
1963
64
jöfn. Margar greinar iðnaðar mættu harðnandi erlendri samkeppni.
Komu þar til frjálsari viðskipti við útlönd og tollalækkanir. Auk þess
hækkaði kaupgjald hér mun örara en í viðskiptalöndunum. Framleiðsla
iðnaðargreina, sem miður stóðust samkeppnina, staðnaði eða dróst sam-
an. Þannig mun t. d. um skó- og fatagerð. Iðnaðargreinum í nánum
tengslum við fjárfestingarstarfsemi og útflutning vegnaði hins vegar
betur. Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð jókst alls um 20%.
Utanríkisviðskipti jukust að mun á árinu. Hin almenna þensla eftir-
spurnar innanlands kom m. a. fram í stórauknum innflutningi. Inn-
flutningur vöru og þjónustu jókst um 18,6%, en útflutningur um 7,1%,
hvort tveggja reiknað sem magnaukning á föstu verðlagi. Heildar-
innflutningur var meiri en heildarútflutningur, þannig að viðskipta-
jöfnuður varð óhagstæður um 220 millj. króna. Verðmætaráðstöfun
þjóðarinnar, þ. e. heildarnotkun vöru og þjónustu, var meiri en þjóðar-
framleiðsla sem svaraði sömu upphæð. Þrátt fyrir óhagstæðan við-
skiptajöfnuð jókst gjaldeyrisforði bankanna um 161 millj. kr. Þessari
aukningu ásamt hinum óhagstæða viðskiptajöfnuði mættu auknar er-
lendar lántökur. Aukning miðársmannfjölda nam 1,9% frá árinu áður,
og hefur því þjóðarframleiðsla á mann aukizt um 5,1% frá árinu áður.
Nokkur aukning varð á vinnuálagi almennt. Áætlað er, að ársvinnu-
tími verkamanna í Reykjavík hafi orðið um 2,5% lengri en árið áður,
þrátt fyrir tíu daga verkfall. Samningsbundið kaup verkafólks og iðn-
aðarmanna, miðað við fastan vinnutíma, hækkaði um 15,0% frá meðal-
tali ársins á undan. En vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um
13,3%, þannig að hækkun kaupmáttar samningsbundins kaups varð
ekki nema 1,5%. Kaupmáttur atvinnutekna kvæntra verka-, sjó- og
iðnaðarmanna hækkaði mun meira, eða um 3,7 % frá árinu áður, og er
þá miðað við ráðstöfunartekjur, þ. e. atvinnutekjur að frádregnum
sköttum og viðbættum fjölskyldubótum, á föstu verðlagi. Einkaneyzlan,
að meðtöldum kaupum varanlegra muna, svo sem einkabifreiða, jókst
að magni um 7% eða um 5% á mann. Samneyzlan, þ. e. stjórnsýsla,
réttargæzla, menntun og almenn heilsugæzla, sem hið opinbera lætur
í té, jókst um 7,5%. Fjárfesting jókst mjög mikið. Að vísu minnkuðu
birgðir útflutningsafurða og bústofns um 139 millj. kr. alls, en fjár-
munamyndunin jókst um 30,7% að magni. Langmest varð aukningin
í fjármunamyndun atvinnuveganna 39,5%, þar næst í byggingu íbúð-
arhúsa 28,1%, en í mannvirkjum og byggingum hins opinbera 17,1%.
Byggingar hins opinbera voru heldur minni að magni en árið áður,
þannig að öll aukning opinberra framkvæmda varð í gerð samgöngu-
mannvirkja, rafvirkjana og -veitna og vatns- og hitaveitna. Áætlað er,
að bygging sjúkrahúsa og sjúkraskýla hafi numið 41,3 millj. kr. Var
það nokkru minna en áður, miðað við fast verðlag.1)
1) Frá Efnahagsstofnuninni.