Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 178
1963
— 176 —
ur, en hins vegar fundust ekki einkenni um meiri háttar bólgu. í skýrslunni
er þess getið, að heilafellingar hafi verið aðeins flatari en eðlilegt er hægra
megin. Gæti þetta bent til þess, að um heilabjúg hafi verið að ræða. (Ná-
kvæm vefjarannsókn af heilanum, sem skæri úr um þetta og gæti e. t. V.
gefið frekari upplýsingar, fylgir eldd krufningarskýrslrmni). Hafi svo verið,
er vel hugsanlegt, að maðurimi hafi fengið heiftarlegt krampakast, sem
hafi orsakað lungnabjúginn og þannig orðið honum að bana.
Þá ber og að geta þess, að mönnum er hættara við krömpum, þegar lík-
amshiti hækkar, og gæti því byrjandi lungnabólga hafa útleyst krampakast
hjá J.
1 samræmi við það, sem að ofan segir, verður að teljast líklegt, að heilsu-
brestur J. af völdum slyssins hafi að minnsta kosti verið meðverkandi orsök
að dauða hans.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 18. febrúar 1965,
staðfest af forseta og ritara 9. marz s. á. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 9. marz 1967 var máli þessu vísað frá
dómi og málskostnaður látinn falla niður. Málflutningslaun skipaðs talsmanns stefnanda
kr. 50.000,00 skyldu greiðast úr ríkissjóði, þar sem stefnandi hafði fengið gjafsókn.
3/1905.
Gunnlaugur Briem, sakadómari í Reykjavík, hefir með bréfi, dags. 29.
janúar 1965, leitað umsagnar læknaráðs í bamsfaðernismálinu: X. gegn Y.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 30. apríl 1963 ól sóknaraðili máls þessa, X., júli 1935,
óskilgetið sveinbam á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavik. Bamið hefir
hlotið nafnið Z. Föður að bami þessu lýsti hún Y., . . ., Reykjavík, f. . .
október 1941.
Sóknaraðili kveðst hafa haft samfarir við vamaraðila 30. júni eða 7. júlí
1962. Vamaraðili viðurkennir að hafa haft samfarir við sóknaraðila ein-
hvem tíma sumars 1962 eftir dansleik í Glaumbæ, en kveðst ekki geta
tilgreint daginn nákvæmlega. Hann neitar faðeminu á þeim forsendum, að
hann hafi útilokazt við blóðrannsóknir.
1 málinu liggur fyrir vottorð Rannsóknarstofu háskólans, dags. 11. júní
1963, undirritað af prófessor Níels Dungal, svo hljóðandi:
„Samkvæmt beiðni yðar, herra sakadómari, hefi ég gert blóðrannsókn í
bamsfaðemismáli X.
Niðurstaðan varð þessi:
Aðalfl. Undirfl. C D E c
X., f. . . júlí 1935 0 M + + - +
Z., óskírt sveinbam, f. 30/4 1963 0 M —+ + +
Y., f. . . okt. 1941 a2 M + + —+