Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 189
— 187
1963
hlíft við starfi rnn borð í skipunum. Hefur á þessu tímabili einu sinni verið
frá starfi nokkrar vikur vegna óþæginda í baki.
Um núverandi kvartanir og skoðun vísast til vottorðs dr. med. . . . [fyrr
wefnds sérfræðings í bæklunarsjúkdómum] og skoðunar, þar á meðal rönt-
genskoðunar, er gerð var á Landakotsspítala á þessu ári.
Ályktun: Hér er um að ræða tvítugan mann, sem slasast við vinnu sína
fyrir 2 árum og fékk þá brot á hryggjarlið mjóhryggs.
Hann var alveg óvinnufær í hálft ár eftir slysið, en hefur siðan unnið
svipuð störf og áður, enda þótt hann hafi alltaf óþægindi í baki, er hann
reynir á sig.
Gera verður ráð fyrir, að afleiðingar meiðslisins verði þær, að maðurinn
verði lítt fær til erfiðisstarfa, og að hann hafi viðloðandi einhver óþægindi
1 haki við alla áreynslu.
Af þessum sökum verður að meta manninum timahundna og varanlega
ororku, og telst sú örorka hæfilega metin svo:
1 3 mánuði 100% örorka
- 3 — 75% —
- 3 — 50% —
- 3 — 25% —
og síðan varanleg örorka 15%.
Málið er lagt fyrir lœknaraS á þá leiS,
spurt er, hvort læknaráð fallist á örorkumat Páls Sigurðssonar, dags. 30.
agúst 1963. Ef ekki, hver teljist þá hæfilega metin örorka stefnanda.
Tillaga réttarmáladeildar mn
Ályktun lœknaráSs:
Læknaráð fellst á örorkumat Páls Sigurðssonar frá 30. ágúst 1963.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 2. september
f965, staðfest af forseta og ritara 9. nóvember s. á. sem álitsgerð og úrskurð-
Ur læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sjó- og verzlunardóms Reykjavikur 21. desember 1965 var stefndu,
Landhelgisgæzlu Islands, gert að greiða stefnanda, J. F-syni, kr. 350.362,00 auk vaxta frá
_ ágúst 1961 til greiðsludags og kr. 40.000,00 í málskostnað. Viðurkenndur var sjóveð-
fettur í v/s Þór fyrir hinum dæmdu fjórhæðum. Áður en dómur gekk, hafði stefndi fengið
greiddar kr. 44.683,00 frá Tryggingastofnun rikisins.
«/1065.
Saksóknari ríkisins hefur með bréfi, dags. 20. apríl 1965, leitað umsagn-
ar læknaráðs í hæstaréttarmálinu nr. 121/1964: Ákæruvaldið gegn B. B-
dóttur.