Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 218
1963
— 216 —
og engin fokal einkenni. Ritið er stabilt við djúpöndun. Flikker svörun er
eðlileg.“
Blóðþrýstingur mælist 150/90. Við hlustun á lungmn heyrast dreifð,
fremur gróf slimhljóð um lungun. Hjartahljóð hrein, sláttur reglulegur —
púls 80. — Viðbrögð lífleg. Hreyfingar í hálsi, virkar og óvirkar, eðlilegar
nema frambevging, sem er stirð, og fylgir sársauki, sem leggur upp í höfuðið.
Ályktun: Hér er um að ræða verkamann, nú 59 ára gamlan, sem lenti
í bílslvsi 16. nóv. 1954. Hann hlaut höfuðhögg og sár á augabrún auk
smærri áverka. sem ekki hafa skilið eftir nein varanleg mein. Hins vegar
hafði hann og hefur enn óþægindi frá höfði, svima, höfuðþyngsli og höfuð-
verk. Einkum hefur höfuðverkurinn revnzt þrálátur og langvinnur. Hann
var rúmliggjandi aðeins hálfan mánuð strax eftir slvsið (vafalaust of stutt)
og eftir það við rúmið um tveggja mánaða tima. Eftir það dvaldi slasaði tví-
vegis í sjúkrahúsum af þessum sökum, í sjúkrahúsinu Sólheimum, Reykja-
vík, og heilaskurðardeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn, þar sem haim
gekk undir heilaaðgerð 1957.
Starfsgeta slasaða er meira og minna skert vegna afleiðinga slyssins allt
til þessa. Með köflum er hann alveg óvinnufær, en vinnugeta hans ein-
hver þess á milli, en allmismunandi mikil. Kemur þessi breytilega starfsgeta
slasaða fram i tveimur örorkumötum, er . . . [fvrr nefndur starfandi] læknir
hefur gert og fvrir liggja í skjölum málsins. Hefur ekkert komið fram, sem
gefur tilefni til að vefengja eða breyta niðxn-stöðum þeirra matsgerða.
Frá 6. mai 1958. er slasaði var til rannsóknar hjá . . . ffyrr nefndum
starfandi] lækni. til 6. janúar 1965, er hann kom til skoðunar til undirrit-
aðs. hefur heilsufarsástand slasaða af völdmn slvssins haldizt svipað og áður
og starfsgeta hans verið stopul sem fyrr. Af síðustu rannsóknum sérfræð-
ings í tauga- og geðsjúkdómum verða heldur ekki dregnar aðrar álvktanir en
þær, að enn sé um að ræða sjúkdómseinkenni frá heila eftir slvs (Syndroma
cerebralis posttraumatica) og á svipuðu stigi og var í maí 1958, er síðara
örorkumat . .. [fvrr nefnds starfandi] læknis var gert.
Telja má víst. að ekki sé að vænta frekari bata hjá slasaða á afleiðingum
slyssins og ekki neinar líkur fyrir því, að starfsgeta hans aukist héðan af,
og þvi fyllilega tímahært að meta endanlega örorku slasaða af völdum fram-
angreinds slvss.
Tímabundin örorka hans telst hæfilega metin svo sem fram kemur í
slysaörorkumati . . . [fyrr nefnds starfandi] læknis, dags. 3. maí 1956 og
29. maí 1958, og fyrir liggur í skjölum málsins og tekið er upp í greinar-
gerð hér að framan.
Varanleg örorka telst hæfilega metin:
Frá 15. júlí 1959: 18%.“