Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 216
1963
— 214 —
Fyrir 26 mán. í framhaldi af fyrra mati og hér
að framan er skýrt 20% örorka
— 1 — þar á eftir 100% —
— 1 —---------- 80% —
— 1 —---------- 60% —
— 1 —------------------- 35% —
Úr því 20% örorka um 1 árs bil og 18% varanleg örorka.“
Prófessor dr. med. Snorri Hallgrímsson vottar á þessa leið 19. febrúar
1963:
„S. Þ-son, f. . . ágúst 1905, vistaðist á IV. deild Landspítalans frá 19.
janúar til 4. febrúar 1954 vegna meltingartruflana. Þar eð grunur lá á, að
um illkynjaða meinsemd í maga væri að ræða, var þann 26. janúar 1954
gerð skurðaðgerð á S. Kviðarholið var opnað, magi og öll líffæri í kviðarholi
athuguð, en meinsemd fannst ekki. S. var með nokkurn hita fyrst eftir að-
gerðina, en honum heilsaðist að öðru levti eðlilega.
S. var að nýju lagður á IV. deild Landspítalans þann 17. júlí 1954 vegna
bilunar á örinu í kviðveggnum, en örið hafði bilað þrem mánuðinn eftir
aðgerðina í sambandi við það, að S. stökk ofan af vörubílspalli. Hinn 23.
júlí 1954 var bilunin í örinu lagfærð með skurðaðgerð, og heilsaðist honum
vel eftir þá aðgerð.
Við skoðun á S. almennt hér á deildinni fundust ekki aðrar sjúklegar
breytingar hjá honum en að ofan getur, nema nokkur lungnaþemba.“
Loks liggur fyrir örorkumat . . . tryggingalæknis, dags. 11. febrúar 1965,
svo hljóðandi:
,-Samkvæmt sjúkrasögu í fvrirliggjandi málsskjölum varð nefndur S. fyrir
bílslysi 16. nóvember 1954. Hann hlaut að sögn höfuðhögg og sár á hægri
augabrún, auk smærri áverka, mars á öxl, fæti og víðar. Slasaði var rúm-
liggjandi í heimahúsum um hálfan mánuð frá slysdegi og eftir það við
rúmið um tveggja mánaða tíma. Hann var enn óvinnufær sjúklingur, að
eigin sögn, er hann var lagður í Sjúkrahúsið Sólheima hér horg vegna
höfuðþrauta. Lá þar 14.—18. febrúar 1955, og var þar gert á honum loft-
heilarit. Slasaði var rúmfastur mn 2 vikur eftir þá aðgerð. Aðalkvartanir
höfðu verið og voru svimi og höfuðverkur.
1 vottorði rfyrst nefnds] sérfræðings í taugasjúkdómum, ..., dags. 22.
febrúar 1955, er talið, að um afleiðingar heilahristings sé að ræða, sem
megi teljast afleiðing af höfuðmeiðsli 16. nóvember 1954.
Slasaði var með stöðugan svima til ársloka 1955, en höfuðverkjaköstin
eru enn.
Slasaði var skoðaður af . .. [fyrr nefndum starfandi lækni í Reykjavík]
26. apríl 1956, sem ályktar þá þannig: (Sjá hér að framan).
Slasaði dvaldi á taugaskurðardeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn 24.
júní — 6. júlí 1957 vegna afleiðinga slyssins. Hann gekk þar undir rann-