Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 151
— 149 —
1963
Suðureyrar. Mjólkurframleiðsla hefur aukizt talsvert á árinu, og
standa vonir til, að hún aukist svo í náinni framtíð, að Súgfirðingar
verði sjálfum sér nógir í þeim efnum. Það, sem á vantar nú, er flutt frá
Plateyri.
ólafsfj. 1 héraðinu er starfandi mjólkurbú, sem tekur við allri neyzlu-
^jólk, sem er gerilsneydd.
Akureyrar. Mjólkursamsala KEA tekur á móti allri mjólk, sem í
bæinn er seld. Inn komu 17444000 lítrar mjólkur. Fitumagn var að
ftieðaltali 3,82%. Af þessu magni fóru 20% til beinnar neyzlu, en úr
80% voru unnar mjólkurvörur. Af smjöri voru framleidd 529650 kg,
skyri 218000 kg, mjólkurosti 214000 kg og af mysuosti 37500 kg.
bórshafnar. Kaupfélag Langnesinga hóf að reisa mjólkurstöð hér í
kauptúninu á síðast liðnu sumri.
6. Áfengis- og tóbaksnotkun. Áfengisvarnir.
Rvík. Á árinu var selt áfengi úr áfengisútsölum í Reykjavík fyrir
225 milljónir króna, og er þar meðtalið áfengi selt gegn póstkröfu út
a land. I fangageymslu lögreglunnar við Síðumúla gistu 7302 manns á
ai’inu, flestir vegna ölvunar. Þess má geta, að af banaslysum þeim,
Sem talin eru undir lið VII A, verða a. m. k. 7 rakin beint til áfengis-
neyzlu.
Patreksfj. Eins og undanfarin ár, en fer þó líklega heldur versnandi
°g drykkjuskapur allmikill og talsverður meðal unglinga. Hef tekið 3
drykkjusjúklinga á skrá. Tóbaksnotkun er almenn og margir farnir
að reykja í barnaskóla.
7. Samkomustaðir og félagslíf.
Rvík. Haldið var áfram byggingu sýningar- og íþróttahússins í
Laugardal.
Reykhóla. Félagslíf er lítið sem ekkert. Ég lokaði sundlauginni á
“eykhólum vegna ófullnægjandi frágangs baðáhalda o. fl.
Patreksfj. Gamalt og lélegt samkomuhús hér á Patreksfirði, en byrj-
að er á grunni nýs félagsheimilis, en fé vantar til áframhaldandi fram-
kvæmda, og er það illt. Nýleg félagsheimili eru á Barðaströnd og í
Lauðasandshreppi, og eru þau mikil lyftistöng fyrir allt félagslíf þar.
þess er annað notað til kennslu. Gamalt og lélegt samkomuhús er í
Tálknafirði. Engin sérstök svæði eru úti við, þar sem fólk getur komið
saman, nema knattspyrnuvöllur á Patreksfirði. Hér á staðnum er starf-
andi eitt íþróttafélag. Talsvert mikið er um félagslíf og mörg félög
starfandi, a. m. k. á Patreksfirði. Samkvæmisbragur er yfirleitt slæmur
°g einkennist mjög af drykkjuskap og tilheyrandi, sérstaklega á almenn-
nin dansleikjum, og logar þá stundum allt í slagsmálum, enda engin
fangageymsla á staðnum, svo að ekki er hægt að stinga inn ölóðum ber-
serkjum, þó að líf liggi við, og skáka fyllimenn mjög í því skjóli. Góðar
nndantekningar frá þessu eru innanfélagsskemmtanir.