Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 173
— 171 —
1963
,.Samkvæmt beiðni bæjarfógetans í Kópavogi er í dag, þann 22. júlí 1960,
gerð réttarkrufning á liki J. G-sonar. Héraðslæknirinn í Kópavogi upplýsir,
að maður þessi hafi verið hraustur, þangað til hann varð fyrir slysi þann
28. febrúar 1952 með þeim hætti, að ketilsprenging varð í Elliheimilinu
Grund, þar sem hann var að vinna. Við sprenginguna hafði maðurinn feng-
iS mikið höfuðhögg og rotazt. Eftir það átti hann vanda til að fá svæsin
höfuðverkjarköst, einnig stundum krampaköst, og það hafði komið fyrir, að
hann hafði misst meðvitxmd um stund. I fyrstu mun þessu ekki hafa verið
sinnt, en 1953 fór maðurinn út til Kapmannahafnar til próf. Busch, og var
talið, að þar mundi hafa verið gerð aðgerð á höfðinu. Árið eftir fór hann
aftur til frekari athugunar. Ekki hafði hann fengið mikinn bata, en þó ein-
hvern.
Að kvöldi þess 20. júlí fór J. að hátta um svipað leyti og vanalega, og
har ekkert á honum frekar en endranær. Um morguninn fannst hann lát-
í rúminu sínu, þegar sonur hans ga;tti að honum kl. 7. Kona mannsins
var ekki heima, og feðgamir voru tveir einir.
Likið kemur hingað í náttfötum, sem em hreinleg og líta vel út. Það er
af 184 cm háum manni í meðalholdum. Líkið er alstirt með miklrnn rauð-
bláum líkblettum á baki. Hvergi sjást nein áverkamerki á líkinu. Ekkert
athugavert við munn eða nef. Ekkert sérstakt að sjá á augunum. Enginn
hjúgur sést á fótum né annars staðar.
Heilabúið opnað: Ekkert athugavert við höfuðsvörðinn. Hvergi sjást menj-
ar um, að heilabúið hafi verið opnað, og höfuðkúpan er öll heil. Þegar theca
cranii er lyft af, sést heilabastið eðlilegt. Því er flett af, og sjást þá linu
heilahimnmnar eðlilegar. Ekki sést, að heilinn standi undir neinum áber-
andi þrýstingi. Þó em aðeins flatari gyri h.m. Linu heilahimnumar em
ekkert áberandi blóðríkar. Heilinn er teldnn út og vegur 1500 g. Þegar
hann er athugaður, sjást æðamar á basis eðlilegar. Hvergi sést votta fyrir
hlæðingum né neimun leifum eftir mar á heilanum. Sérstaklega er ræki-
lega aðgætt neðan á heilanum á lobus frontalis og temporalis, þar sem
breytingar sjást oftast eftir höfuðhögg, en ekki sást þar, að neins staðar
hefði heilinn orðið fyrir mari eða blæðingum. Heilinn var skorinn í sundur,
°g finnst hvergi neitt athugavert við hann. Hvergi sjást blæðingar né leif-
ar eftir blæðingar. Ekki heldur emollitionir né neitt óeðlilegt við heilavef-
Inn neins staðar. Sérstaklega var aðgætt svæðið í kringum corpora striata,
°g fannst þar hvergi neitt athugavert. Pons var skorinn í sundur, og fundust
þar engar blæðingar. Ekki heldur fannst neitt athugavert við litla heilann.
Hálslíffæri: Engir aðskotahlutir í munninum. Á aftanverðri tungunni
sjast papillae vallatae stórar og mjög áberandi. Tonsillumar ekki sérlega
stækkaðar.
Vélindið eðlilegt, ekkert innihald í því.
Skjaldkirtillinn vegur 22 g, dökkrauðleitur, safamikill, eðlilegur.
Engir stækkaðir eitlar á hálsinum.