Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 119
— 117 —
1963
2. Sérfræðingaleyfi:
Geir H. Þorsteinsson, barnalækningar (1. apríl).
Haukur Jónasson, lyflækningar og meltingarsjúkdómar (8. marz).
Lárus Helgason, tauga- og geðlækningar (14. marz).
Snorri Jónsson, barnalækningar (8. marz).
B. Aðsókn að læknum.
ólafsvíkur. Láta mun nærri, að 10—15 viðtöl séu á dag, en talsvert
af þessu er sama fólkið, sem þá er jafnan neurotiskt. Farnar 40 áætlun-
arferðir á IJellissand. Auk áætlunarferðanna hef ég farið ekki undir
60 ferðir þangað.
Stykkdshólms. Aðsókn að læknum með mesta móti á árinu. Aðsókn
að sjúkrahúsinu var nú meiri en nokkru sinni áður.
Patreksfi. Yfir 6000 viðtöl og skoðanir fyrir utan aðkomufólk og út-
lendinga. Farin 31 ferð og ekið 2200 km.
Þingeyrar. Sjúklingatala 1204. Ferðir 86. Vitjanir í skip 58.
Djúpavíkur. Héraðslæknirinn á Hólmavík gegndi héraðinu sem fyrr.
Var aðeins einu sinni kvaddur í vitjun á öllu árinu, en fór reglulega um
héraðið svo til mánaðarlega, og tók ferðin venjulega 2—3 daga.
Blönduós. Aðsókn að læknum fer heldur í vöxt. Alls var farið í 468
vitjanir.
Höföa. Tala sjúklinga 700. Ferðir 12.
ólafsfj. Aðsókn að lækni verður að teljast meiri en almennt gerist, en
ferðir á sveitabæi frekar sjaldgæfar.
Akureyrar. Aðsókn að læknum var meiri á þessu ári en áður vegna
sérlega slæms heilsufars. Sjúklingar voru um 17785, sveitaferðir 246.
Grenivíkur. Farnar voru 89 ferðir.
Breiöumýrar. Það er í góðu samræmi við farsóttir og slysafjölda, að
ég hef haft meira að starfa síðast liðið ár en nokkurt ár annað, sem ég
hef verið hér. Ég hef ekki tölur yfir sjúklingafjölda á stofu né í síma.
En ekki finnst mér ótrúlegt, að sú aðsókn hafi vaxið í svipuðu hlutfalli
og læknisferðum fjölgaði, og þær urðu á árinu 402, samanborið við 289
árið áður. Mesti ferðafjöldi, sem ég hafði áður skráð á ári, var 337,
svo hér er um stórkostlegt nýtt met að ræða.
Þórshafnar. 1133 leituðu læknis. Farnar um 125 ferðir út úr kaup-
túninu, þar af 9 til Vopnafjarðar.
Austur-Egilsstaöa. Alla daga er talsverð aðsókn og oft mikil. Veru-
legur hluti héraðslæknisstarfsins er hrein apótekaravinna eða búðar-
lokustarf.
Bakkageröis. Eins og undanfarin ár skiptast læknar Austur- og
Norður-Egilsstaðahéraða á að gegna læknisstörfum í Bakkagerðis-
héraði. Farnar eru ferðir hálfsmánaðarlega, þegar veður og færð ekki
hamlar, en þessar ferðir geta orðið tafsamar, ef veður skella á, eins og
stundum kemur fyrir, en vegurinn á köflum oft varasamur vegna hálku
og bratta.