Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 143
— 141 —
1963
ökum á 23, veggjalús á 3, húsflugu og sykurflugu á 4 og stökkmaur á
14 stöðum. Sótthreinsað var 6 sinnum vegna berkla. Sótthreinsaðir
voru 2 klefar af fatnaði á vegum sölunefndar setuliðseigna. Eitrað var
tvisvar með blásýrugasi, í annað skiptið í skipi vegna kakalaka og í hitt
skiptið í húsi vegna tínusbjöllu, mjölmaurs o. fl. Hér á landi hefur
enginn, svo að mér sé kunnugt, öðlazt sérhæfingu í eyðingu meindýra,
hliðstæða við þá menntun og þjálfun, sem krafizt er af meindýraeyðum
erlendis. Ber brýna nauðsyn til, að úr þessu fáist bætt.
Akranes. 1 barnaskólanum varð vart við meindýr það, er silfurskotta
nefnist. Var fenginn meindýraeyðir frá Reykjavík til þess að eyða
henni.
Ölafsvíkur. Byggð var ný vönduð vatnsveita og vatnið tekið undan
bergi í 250 metra hæð. Tekin er upp almenn sorphreinsun í öllum pláss-
unum. I Ólafsvík er búið að leggja 2 aðalleiðslur fyrir skolp af 3, með 18
tommu rörum, og er að því þrifnaður hinn mesti.
Reykhóla. Neyzluvatn víða yfirborðsvatn, og í vatnsveitu á Reykhól-
um er vatnið óhæft til þvotta vegna gruggs. Gerlarannsókn sýndi coli-
&erla. Þrifnaður er víðast hvar í meðallagi. Lús hef ég ekki orðið var við.
Rottur hafa aldrei verið hér, en minkur er kominn. Mikill músagangur.
Patreksfj. Húsakynni mega teljast góð yfirleitt, þó eru til mjög léleg
húsakynni sums staðar í sveitum. Mikið um nýbyggingar hér og í
Tálknafirði. Lokið er nú að mestu við endurbyggingu Vistheimilisins
1 Breiðuvík. Neyzluvatn er yfirleitt gott og vatnsból og frárennsli í
sæmilegu lagi. Ekki hafa enn verið gerðar endurbætur á vatnsbóli
Patreksfirðinga, sem rætt var um fyrir nokkrum árum. Þrifnaður er
yfirleitt góður. Engin lús í héraðinu, svo að ég viti. Mikið er um rottur
hér á Patreksfirði, enda lítið gert til að útrýma þeim, nema síður sé.
Flateyrar. Húsakynni eru yfirleitt þröng og mörg komin til ára
smna. En yfirleitt er þrifnaður góður og upphitun fullnægjandi.
SuÖureyrar. Ekki hefur enn verið bætt úr þeim vatnsskorti, sem
rikjandi hefur verið. Sorphreinsun hófst í maíbyrjun, en áður hafði
hver og einn séð fyrir sínu sorpi sjálfur og stundum viljað verða mis-
brestur á.
Höföa. Húsakostur þorpsbúa fer stöðugt batnandi og má nú teljast
góður. Þrifnaður úti og inni fer einnig batnandi, og lús er alveg horfin.
Hofsiós. Þrifnaður úti og inni víðast hvar góður.
ölafsfj. Húsnæði er yfirleitt gott. Neyzluvatn og vatnsból er með
mJög lélegum útbúnaði, og megnið af neyzluvatninu er yfirborðsvatn.
Trifnaður er almennt góður. tJtrýming meindýra er gerð einu sinni til
tvisvar á ári, og verður þeirra ekki mikið vart.
Akureyrar. Á árinu voru fullbyggð 32 íbúðarhús með samtals 45
ibúðum og 204 herbergjum, og er meðalstærð hverrar íbúðar því 4,53
herbergi. Ibúðarhús komin undir þak án þess að vera fullgerð eru 47
með 84 íbúðum og 372 herbergjum. Ýmis stór hús, aðallega verzlanir
°g verkstæðisbyggingar, sem fokheld voru gerð á árinu, voru samtals 9.