Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 203
— 201 — 1963
hálfsystur, sem er langyngst þeirra systkina. 12 ára gamall var A. u. þ. b.
1 ár á bæ austur undir Eyiaf]öllum eða austur í Mýrdal og fór svo þaðan
á Laugarvatnsskóla með tiltölulega lélegan undirbiining. Ætlaði hann að
taka landspróf þaðan, en var svnjað um landsprófsundirbúning, þrátt fyxir
þokkalegar einkmmir og vafalitlar námsgáfur, sem m. a. marka má af þvi,
að hann tók fyrsta og annan bekk skólans á einum vetri. Við þessa synjun
brást hann illa við, sló öllu upp í kæruleysi, nennti ekki að lesa, varð þver
og erfiður, hélt ekki umgengnisvenjur skólans og var rekinn fyrir vikið.
Á sumrum var hann í brúarvinnu, yfirleitt með sama vinnuflokknum,
sama verkstjóranum, þangað til hann tók lokapróf frá skólanum 1961.
Eftir að A. hafði verið vikið úr skóla á Laugarvatni, lauk hann landsprófi
frá Reykjaskóla í Hrútafirði ári síðar, en innritaðist síðan í Menntaskólann
á Laugarvatni og lauk stúdentsprófi þaðan, eins og að framan getur, 1961.
Vín smakkaði hann fyrst 14 ára gamall, en það var hégóminn einber, varla
nema bragð á tunguhroddi. 1 menntaskóla fór hann hins vegar að neyta
áfengis, en þó í mesta hófi, að því er hann telur. Segist yfirleitt hafa verið
rólegur við vín, og aldrei hafi hann þá drukkið sig dauðan, sem kallað er.
Það mun hafa verið, er hann var í V. eða VI. bekk á Laugarvatni, að
hann kynntist stúlku hér í bæ, Á. G-dóttur, sem hann lagði mikinn hug á,
og var talsverður umgangur með þeim eina 6 mánuði, en ekki er talið, að
það samband hafi verið neitt náið (að umsögn föður hennar). Sömu heim-
ildir greina, að þann tíma, sem hann umgekkst Á. og kom á heimili hennar,
hafi hann verið mjög stilltur og prúður, en mjög fáskiptinn og iim í sig,
hrosti sjaldan og reyndist yfirleitt mjög erfitt að kynnast honum nokkuð.
Einu sinni bauð A. henni m. a. austur að Laugarvatni, víst á dansleik,
sem þar var haldinn. Gisti hún í skólanum nm nóttina og var þá i herbergi
með stúlku, sem fræddi hana á því, að hún væri ófrísk af völdum A., en
þess hafði hann látið í engu getið við Á. Telja foreldrar hennar, að áhugi
hennar fyrir A. hafi mjög tekið að kólna eftir það. Um mitt sumar fór hún
utan og var þar í 2þá mánuð. Skrifuðust þau eitthvað á, og fann A. fljótt,
að ekki var allt sem hann frekast hefði kosið. Kom enda í ljós, þegar Á.
kom heim aftur, að hún var orðin honum með öllu afhuga.
Segist A. hafa tekið þetta ákaflega nærri sér. Innritaðist hann að vísu í
verkfræðideid um haustið að loknu stúdentsprófi, en ekkert varð úr námi.
Hann fór í þess stað að drekka óhóflega, og allt rann út í sandinn. Hefur
hann síðan unnið á skrifstofum, aðallega á tveim stöðum. Hefur hann komið
sér þar vel og verið góður starfsmaður, þegar hann nýtur sín til vinnu. Það
hefur hins vegar verið allmisjafnt. Drekkur hann yfirleitt um helgar og
missir þar ekki úr. Réttir hann sig af á mánudögum, og er sá dagur heldur
ódrjúgur til vinnu.
Aukatekna hefur A. ekki aflað sér, en fastar tekjur hans hrökkva lítt
við þessar aðstæður, svo að hann „rétt skrimtir“ með þessu móti.
Stundmn og enda oftast byrjar hann einn að drekka og heldur þannig
26