Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 168
1963
— 166 —
Við skoðun nú er ekki að finna aðrar menjar meiðslisins en lítils háttar
skekkju á hægri sköflung eftir hrotið þar.
Ástand konunnar hefur haldizt svo til óbreytt nú um eins árs bil, og er
ekki sennilegt, að neinar meiri háttar hreytingar verði á því.
Afleiðingar meiðslisins, sem konan hefin, eru af tvennum toga, annars
vegar almennt getuleysi, þróttleysi, úthaldsleysi og höfuðverkur, bílhræðsla
og öryggisleysi, sem rekja verður til höfuðáverkans, er hún fékk við slysið,
og hins vegar er um að ræða óþægindi frá ganglimum, einkum frá kálfa-
vöðvum, sem telja verður beina afleiðingu meiri háttar áverka.
Af þessum sökum verðnr að meta konunni tímahundna og varanlega ör-
orku, og telst sú örorka hæfilega metin svo:
í 6 mánuði 100% örorka
- 6 — 75% —
- 6 — 50% —
- 6 — 25% —
og síðan varanleg örorka 20%.“
Fyrir liggur læknisvottorð . . ., sérfræðings i taugasjúkdómum, Reykja-
vík, dags. 9. marz 1963, svo hljóðandi:
„Frú Ó. H-dóttir, . . ., f. ... 1918, hefur verið hjá mér til rannsóknar.
Samkvæmt frásögn hennar sjálfrar og vottorði frá . . . [fyrmefndum að- i
stoðaryfirlækni] keyrði bíll á hana, þar sem hún gekk á götunni. Hún hlaut
höfuðhögg og missti meðvitund í nokkrar mín. eftir slysið, og nokkrar sek.
fyrir slysið er minni hennar enn truflað. Það var strax mikill höfuðverkur
og nokkur flökurleiki. Hún fótbrotnaði enn fremur á háðum fótum og
marðist auk þess á andliti og v. handlegg.
Hún lá á Landspítalanum í 6 vikur og jafnaði sig sæmilega. Höfuðverk-
urinn hefur þó aldrei batnað fullkomlega, og fær hún hann einkum, ef hún
er þreytt og hefur áhyggjur. Þess á milli er hún að mestu laus við hann.
Eftir slysið er hún enn fremur miklu örari í skapi, þreytist fyrr, er kvíðin
og hefur oft hjartslátt. Það er ekki mikill svimi, og minnið er sæmilega gott.
Hún er mjög hrædd við bíla og þorir varla að aka í bíl.
Hún hefur alltaf verið hraust áður og ekki haft höfuðverk. Hún hefur
hvorki fyrr né síðar fengið krampa eða yfirlið.
Skoðun: Konan er eðlileg og róleg í framkomu og svarar rólega og skil-
merkilega. Höfuð er eðlilegt og eymslalaust. Hún finnur lykt með háðum
nösum. Augnbotnar eru eðlilegir og sjón og sjónsvið. Ljósop eru jöfn og
hringlaga og svara eðlilega. Það er konvergensinsufficiens, en augnhreyf-
ingar annars eðlilegar. Það er engin tungu-, góm- eða andlits-paresa, og
aðrar heilataugar eru eðlilegar. Útlimir eru eðlilegir með tilliti til viðbragða
og stjómar. Það er létt paresa á h. efra extr., sem virðist funktionel. H-
neðra extr. er dálítið rýrara en v. Húðskyn og stöðuskyn er eðlilegt. Gang-
ur er eðlilegur.
Niðurstaða: Kvartanir sjúklings, þ. e. höfuðverkur, þreyta, óróleiki og