Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 105
— 103 —
1963
VI. Barnsfarir og meðferð ungbarna.
Töflur XII—XIV.
A. Barnsfarir.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 4800 lifandi og 71
öndvana barn.
Skýrslur ljósmæðra geta fæðinga 4758 barna og 41 fósturláts.
Getið er um aðburð 4729 þessara barna, og var hann í hundraðs-
tölum sem hér segir:
Höfuð bar að:
Hvirfil ....................... 91,88%
Framhöfuð ..................... 4,46—
Andlit ................. 0,19--------- 96,53%
Sitjanda og fætur bar að:
Sitjanda ...................... 2,79—
Fót ........................... 0,61----------3,40—
Þverlega .............................. 0,06—
Öfullburða telja ljósmæður 231 af 4756 börnum (4,86%). 33 börn
voru vansköpuð, þ. e. 6,9%0.
Af barnsförum og úr barnsfararsótt hafa dáið undanfarinn áratug:
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Af barnsf. 515222 „221
fir barnsfs. ,, „ 1 „ „ „__________________,, >, ^_»>
Samtals 516222 „221
1 skýrslum lækna um fæðingaraðgerðir (Tafla XIV) eru þessir fæð-
ingarerfiðleikar helztir: Fyrirsæt fylgja 32, föst fylgja 27, fylgjulos 16,
blæðing 16, fæðingarkrampi 1, yfirvofandi fæðingarkrampi 62, grind-
arþrengsli 36, þverlega 4, framfallinn naflastrengur 2, æxli í legi 4, leg-
brestur 1.
Á árinu fóru fram 63 fóstureyðingar samkvæmt lögum nr. 38/1935,
°g er gerð grein fyrir þeim aðgerðum í töflu XII. Tekið var tillit til fé-
lagslegra aðstæðna jafnframt í 16 tilfellum.
Veitt var 71 leyfi til aðgerða samkvæmt afkynjunar- og vönunarlög-
um nr. 16/1938, þar af 23 vegna rauðra hunda á meðgöngutíma.
Rvík. Af mæðrunum voru 1791 giftar og 646 ógiftar, eða 26,5%. Af
hinum ógiftu mæðrum bjuggu 360 ekki með barnsföður, eða 14,8%
allra mæðranna. Aldur mæðra var sem hér segir: 15 ára 7; 16 ára 17;