Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 82
1963
— 80 —
2. öndunarfærakvef (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2a og b.
a. Kvefsótt (475 cat. ac. nasophar.-trachealis).
1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Sjúkl. 27438 25008 21929 16738 21011 26631 27405 25449 24627 21554
Dánir 3 7 7 2 7 3 6,,,,,,
b. Brátt berkjufcvef (500 bronchitis acuta).
1962 1963
Sjúkl.................. 4187 3883
Dánir ................. 5 9
Svipuð að tíðni og þunga og undanfarin ár, en mannslát þó með
fleira móti.
Stykkishólms. Má teljast með tíðara móti allt árið og allvíðtækur
faraldur haustmánuðina.
Þingeyrar. Viðloðandi allt árið, langstæð og residiverandi, með bron-
chitis og eyrnabólgu í börnum.
Blönduós. Slæmur faraldur gekk í janúarmánuði, og fengu margir
lungnabólgu. Annars gekk kvefpest meira og minna allt árið.
Hóföa. Kvefsótt hefur stungið sér niður við og við allt árið, en aldrei
verulegur faraldur.
Hofsós. Árið varð reglulegt kvefár, og má þar sennilega um kenna
veðurfari.
Grenivíkur. Töluvert um kvefsótt allt árið.
Breiöumýrar. Slæmur faraldur í janúar. Annars dreifð tilfelli.
Kópaskers. Kvefs varð vart alla mánuði ársins, en ekki verulegur
faraldur nema í júlí.
Þórshafnar. Flest tilfelli í janúar og nóvember. Kom annars fyrir
alla mánuði ársins.
Noröur-Egilsstaða. Viðloðandi allt árið, en þó mest um hásumarið.
Ekki var mikið um fylgikvilla, en kvefið reyndist mörgum langætt og
erfitt að losna við það.
Austur-Egilsstaöa. Kvefið er sem fyrr sífellt á ferð, faraldur á far-
aldur ofan. Eru mörg börn, einkum til sveita, síkvefuð. Mest ber á
kvefinu vor- og sumarmánuðina.
Bakkageröis. Viðloðandi allt árið.
Seyöisfj. Kvef hefur verið með meira móti.
Eyrarbakka. Meira og minna allt árið. Mest vor og haust.
Hafnarfj. Meira og minna alla mánuði ársins.
J