Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1963, Blaðsíða 187
— 185 —
1963
Ályktun læknaráds:
Ad 1. Já.
Ad 2. Á þeim tírna, sem umrædd geislameðferð fór fram, mun geislamagn
það, sem notað var við meðferð sjukdóms G. P-sonar, ekki hafa verið
talið óeðlilega mikið. Að fenginni reynslu og aukinni þekkingu á
síðverkunmn röntgengeisla hefur á síðari árum verið notað minna
geislamagn við meðferð húðsjúkdóma. Þó tíðkast enn að nota rönt-
gengeislameðferð við kroniskt exem. Ekkert kemur fram í gögnum
málsins, sem bendi til, að galli hafi verið á tækjum þeim og útbún-
aði, sem notaður var.
Ad 3. Af gögnum málsins verður ekki séð, að hvaða leyti andlegt ástand
G. P-sonar sé afbrigðilegt, og því ekki unnt að leggja dóm á það,
hvort um meira en 25% örorku sé að ræða.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 19. marz 1965,
staðfest af forseta og ritara 4. júni s. á. sem áhtsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.
5/1965.
Yfirborgardómari í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 21. maí 1965, skv.
urskurði, kveðnum upp í sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur 19. s. m., leitað
'tntsagnar læknaráðs í málinu nr. 40/1963: J. F-son gegn Landhelgisgæzlu
Islands.
Málsatvík eru þessi:
Miðvikudaginn 2. ágúst 1961 var stefnandi máls þessa, J. F-son, ...,
Reykjavík, f. . . janúar 1943, að vinna á þilfari varðskipsins Þórs, þar sem
skipið var statt úti af Þórshöfn á Langanesi. Vildi þá það slys til, að dráttar-
feug, sem lá úr varðskipinu í pramma m.s. Grettis, slitnaði og slóst í stefn-
anda með þeim afleiðingum, að stefnandi kastaðist út í borðstokk, og kveðst
hann hafa lent með bakið utan í jámstaut.
Sjúkrasaga stefnanda er rakin í örorkumati Páls Sigurðssonar trygginga-
yfirlæknis, dags. 30. ágúst 1963, en það hljóðar svo:
vSamkv. slysatilkynningu varð slysið með þeim hætti, að slasaði, sem var
viðvaningur á þilfari á varðskipinu Þór, varð fyrir þvi, að dráttartaug, sem
slitnaði, slóst í hann. Er þetta gerðist, var skipið úti af Þórshöfn, og var
farið með slasaða til lands þar aftur, og taldi héraðslæknir þar, að ekki væri
utn að ræða brot. Slasaði var síðan fluttur á Sjúkrahús Siglufjarðar daginn
eftir, og læknir þar, . . ., taldi með vottorði 10. ágúst 1961, að mn væri að
ræða mar og fleiður á kvið og hægri mjöðm og tognun í baki.
Slasaði var síðan lagður í Landakotsspítala hinn 29. ágúst 1961, og það
liggur fyrir vottorð frá . . . [sérfræðingi i bæklunarsjúkdómum], dags. 19.
uiarz 1963, þar sem rakinn er gangur málsins, og er vottorðið svo hljóðandi:
»J. F-son, f. . .. 1943, var lagður i Landakotsspítala 29. ágúst 1961. Hann
24